Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Grætur kaldar kveðjur frænku sinnar krókódíl­stárum

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, segir þá staðreynd að Kristján Þór Júlíusson sé ekki horfinn úr sjávarútvegsráðuneytinu ótvíræð skilaboð um að ríkisstjórnin sé fyrst og síðast um óbreytt ástand.

Innlent
Fréttamynd

Andstaða almennings vísbending til stjórnmálamanna

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BSRB. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor, sem annaðist rannsóknina, segir að stjórnmálaöfl sem vilji afla sér fylgis þurfi að hafa þennan almannavilja í huga.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Sjálf­­­stæðis­­­flokksins dregst saman

Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar nokkuð samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eða um tvö og hálft prósentustig miðað við sambærilega könnun sem gerð var í apríl á þessu ári. Minna en helmingur kveðst ánægður með störf ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt

Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla var samþykkt á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Allt annað líf að fá að standa ber­skjaldaður andspænis kúnnunum

Ætla má að veitinga­húsa- og bar­eig­endur landsins hafi margir hverjir séð til­efni til að gleðjast í dag yfir boðuðum til­slökunum á sótt­varna­reglum. Það er Björn Árna­son, eig­andi Skúla Craft Bar, að minnsta kosti en hann segir það muna öllu að fá að af­greiða fólk grímu­laus.

Innlent
Fréttamynd

Hraunið komið yfir ný­lagðan ljós­leiðara

Ljós­leiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnar­garðinn á gos­stöðvunum síðasta þriðju­dag til að mæla á­hrif hraun­rennslis á ljós­leiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur á­fram mun hraun á endanum renna niður að Suður­stranda­vegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljós­leiðara Mílu sem hring­tengir Reykja­nesið.

Innlent
Fréttamynd

Bólu­settir verða á­fram skimaðir á landa­mærum

Bólusettir verða áfram skimaðir á landamærum og verður fyrirkomulag um tvöfalda skimun áfram óbreytt, að minnsta kosti til 15. júní. Er það meðal annars vegna þess að bólusettum á leið til landsins mun fjölga á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­­garðarnir alls ekki sóun ef Reykjanesið hefur vaknað til lífs

Þó að varnar­­garðarnir á gos­­stöðvunum reynist gagns­lausir í bar­áttunni við að halda hrauninu frá inn­viðum á Reykjanesi telur Hörn Hrafns­dóttir, um­­hverfis- og byggingar­­verk­­fræðingur hjá Verkís sem stýrir gerð varnar­­garðanna, að reynslan af verk­efninu verði gífur­­lega gagn­­leg í fram­­tíðinni ef eld­­stöðvar á Reykja­nesi hafa vaknað til lífsins.

Innlent
Fréttamynd

16,9 milljarðar í styrki vegna far­aldursins

Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum

Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskir ráð­amenn þrýstu á Blin­ken um lausn fyrir botni Mið­jarðar­hafs

Íslenskir ráðmenn þrýstu á Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum með honum í dag að gera allt sem í hans valdi stæði til að stöðva átökin fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann er sammála stefnu íslenskra stjórnvalda um að tveggja ríkja lausn í samskiptum Ísraels og Palestínu sé besta skrefið varðandi framtíð ríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Katrín: Mikil valdabarátta í aðdraganda fundarins

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist merkja mikla valdabaráttu í aðdraganda fundar Norðurskautsráðsins á morgun. Þjóðirnar séu að marka sér stöðu. Þetta sagði Katrín í viðtali við fréttastofu að loknum fundi hennar með Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að standa með mannréttindum og eigin samvisku“

Einn forsvarsmanna mótmælanna við Hörpu í morgun segir að nú þurfi íslensk stjórnvöld að sýna Palestínumönnum stuðning í verki og setja viðskiptabann á Ísrael. Þá sé stuðningi Bandaríkjanna við hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu harðlega mótmælt.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í að hækka varnargarðana

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að verja allt að 20 milljónum króna til þess að hækka varnargarða fyrir ofan Nátthaga. Nú þegar hafa verið reistir tveir fjögurra metra háir varnargarðar og verða þeir hækkaðir í allt að átta metra.

Innlent
Fréttamynd

Tekið á móti Blinken með Palestínufánum

Hópur fólks er saman kominn fyrir utan Hörpu í miðbæ Reykjavíkur með Palestínuskilti á lofti. Markmiðið er að minna utanríkisráðherra Bandaríkjanna á málstað frjálsrar Palestínu í skugga árása Ísraelshers á landið.

Innlent
Fréttamynd

Blin­ken fundar með Guðna, Katrínu og Guð­laugi Þór

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Í höndum Kol­beins hvort hann sitji út kjör­tíma­bilið

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir þingflokkinn ekki hafa boðvald yfir sínum þingmönnum um hvað þeir gera. Mál sem varðaði hegðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna, var tilkynnt til fagráðs flokksins en þingflokkurinn hafði ekki vitneskju um það fyrr en hann sjálfur greindi frá því. Kolbeinn dró framboð sitt í forvali flokksins til baka í kjölfarið.

Innlent
Fréttamynd

Leggja fram 57 tillögur í norðurslóðamálum

Umfangsmikil skýrsla með fimmtíu og sjö tillögum um efnahagstækifæri á norðurslóðum var kynnt og afhent utanríkisráðherra í dag. Hann segir Ísland í lykilstöðu sem norðurslóðaríki og því þurfi að huga vel að því hvernig hægt sé að nýta sérstöðu landsins sem best.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu

Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent