Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:36 Theódór Skúli Sigurðsson, læknir. Stöð 2 Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira