Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 10:47 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur fjallað um, úr pontu Alþingis, mikilvægi þess að hagsmunaskráning þingmanna liggi fyrir. Hins vegar varð gáleysi þess valdandi að hann gleymdi að færa hlutabréfaeign sína í Marel til bókar þar til nýlega. vísir/vilhelm Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Kjarninn hefur að undanförnu verið að fara yfir hlutafjáreign ýmissa þeirra sem eru í áhrifastöðum og gætu þannig teflt hæfi sínu í háska. Í dag greinir miðillinn frá því að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fyrrverandi formaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, meðal annars fjármála- og sjávarútvegsráðherra er sá þingmaður sem á verðmætastan hlut í skráðu félagi á Íslandi. Eign Steingríms nemur 7.900 hlutum í Marel sem leggja sig á sjö milljónir að teknu tilliti til þess á hvað hlutabréfin eru metin í dag. Í svari til Kjarnans vill Steingrímur ekki gera mikið úr málinu, hann hafi átt „lítils háttar hlut í Marel í áraraðir“ allt frá því það var sprotafyrirtæki og hann vildi styðja. „Þar kom að mér bar að færa það inn í hagsmunaskráningu mín sem þingmanns. Á því varð reyndar nokkur dráttur sökum athuganarleysis af minni hálfu, en sem nú hefur verið úr bætt fyrir nokkru,“ segir Steingrímur í svari til Kjarnans. Spurt um hæfi? Vísir hafði þetta mál til athugunar í gær og sendi þá á Steingrím fyrirspurn sem hann hefur ekki enn svarað. Fyrirspurnin er svohljóðandi: Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel? Hagsmunaskráning mikilvæg að mati Steingríms sjálfs Í Kjarnanum er það rakið að Steingrímur hefur látið til sín taka í umræðu um mál er varða hagsmunaskráninguna og mikilvægi hennar meðal annars í kjölfar Panamaskalanna. Svandís Svavarsdóttir nú heilbrigðisráðherra hóf þá umræðu og óskaði eftir svörum við tilteknum spurningum sem snúa að hagsmunaskráningu. Þá fór Steingrímur í pontu og sagði að ef upp kæmu „rökstuddar grunsemdir um brot á réttri skráningu þá verður að taka það til alvarlegrar skoðunar, rannsaka það, því að annars væru reglurnar merkingarlausar — ef það gerðist ekkert — ef fyrir lægi að þingmenn, ég tala nú ekki um ráðherrar, hefðu ekki sinnt réttri skráningu. Þessar reglur eru í eðli sínu lágmarksreglur. Það liggur í hlutarins eðli.“
Samkvæmt meðfylgjandi gagni átt þú 7900 hluti í Marel sem nú má meta á 8 milljónir króna. Samkvæmt þessu virðist þú hafa átt þessa eign frá að minnsta kosti árinu 2013. Sé litið til hagsmunaskráningar þinnar frá 2019 er þetta ekki tilgreint. http://wayback.vefsafn.is//wayback/20210518125703/https:/www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557 En þessar upplýsingar eru tilgreindar nú, uppfært 23. maí 2021. https://www.althingi.is/altext/cv/is/hagsmunaskra/?nfaerslunr=557&fbclid=IwAR2UBtq6KV1a_ODakuE50sOUY3WcUMVOR8x53vFSbRGAzmYI8-2etBdX-jU Nú er vitaskuld ekki verið að væna þig um að hafa misnotað aðstöðu þína en hæfishugtakið snýst ekki um það heldur hvort menn hafi verið í aðstöðu til þess. Því er spurt: a) Hvenær keyptir þú (eða eignaðist með öðrum hætti) hlutabréf í Marel? b) Nú hefur þú gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum svo sem ráðherradómi á löngum ferli þínum á þingi; kom það einhvern tíma til álita í þínum hug að þessi eign gæti teflt hæfi þínu í hættu? c) Hefur þú einhvern tíma dregið þig frá málum og ákvörðunum sem vörðuðu Marel?
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kauphöllin Vinstri græn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent