Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2021 19:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að gætt verði ítrustu varúðar þegar staðan verður metin í lok mánaðar. vilhelm gunnarsson Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Óbólusettir ferðamenn sem ferðast hingað til lands þurfa að sýna fram á neikvætt PCR próf, fara í tvær sýnatökur og sæta fimm daga sóttkví. Í samtali við mbl.is í morgun sagðist Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega. Meta stöðuna um mánaðamótin „Við höfum verið að meta það og höfum frestað því vegna þess að við höfum ekki talið það verjandi að gera það hingað til. Næsta ákvörðun sem við tökum í þessum málum er um mánaðamótin og út frá þróuninni sem við erum að sjá þá er auðvitað lang mesta fjölgunin hjá þeim sem eru að koma hingað sem eru full bólusettir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Þannig að sóttkvíin er eingöngu fyrir þau sem eru ekki full bólusett. Við munum meta stöðuna síðar í þessum mánuði af því að næsta ákvörðun, hana þarf að taka um mánaðamótin og þá munum við hér eftir sem hingað til bara gera það út frá ítrustu varkárni.“ Áhyggjur af nýjum afbrigðum Katrín segir stöðuna góða hér á landi enda Ísland meðal fimm fremstu ríkja heims í bólusetningarmálum. Hún hefur þó áhyggjur af nýjum afbrigðum sem nú greinast erlendis og nefnir Indverska afbrigðið sem dæmi. Katrín hvetur fólk til að mæta í bólusetningu svo hjarðónæmi náist en mæting hefur verið dræmari hjá ungu fólki. „Það eru vísbendingar um að unga fólkið sé tregara til að mæta þegar það er boðað í bólusetningu þannig ég auðvitað hvet áfram alla til að mæta í bólusetningu því það verður ekki hægt að slaka á fyrr en við erum komin þangað að það sé hægt að tala um hjarðónæmi,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira