Einróma ákall um einkavæðingu í Læknablaðinu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júlí 2021 14:11 Fyrstu síður Læknablaðsins lýsa mikilli óánægju meðal lækna um störf heilbrigðisráðherra. vísir/vilhelm/læknablaðið Öll spjót standa á heilbrigðisráðherra í nýjasta tölublaði Læknablaðsins og virðist læknastéttin hafa fengið nóg af aðferðum og áherslum hans í heilbrigðiskerfinu. Að minnsta kosti verður varla annað skilið af fyrstu blaðsíðum blaðsins þar sem skoðanir framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands eru dregnar fram, ýmist í viðtölum eða skoðanagreinum. Og þeir virðast allir á eitt um lausn vandans: Það þarf aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfið. Vill útboð á starfsemi „Óumflýjanlegt er að tryggja fjölbreytilegri rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni vegna fólksfjölgunar á Íslandi. Kröfurnar eru það miklar og stakkurinn þröngur frá ríkinu,“ er haft eftir Ólafi Baldurssyni, sem var nýlega endurráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala ævilangt. Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.Vísir/Arnar „Hugsa þarf möguleikann á að bjóða hluta starfseminnar út, jafnvel að bjóða einstaka tegundir af vöktum út og huga að fjölbreyttara rekstrarformi í kerfinu í heild,“ segir Ólafur í aðalviðtali blaðsins, sem birtist á fyrstu síðu þess. Þar ræðir hann manneklu, undirfjármögnun og það að ábyrgð mistaka séu á herðum starfsfólks spítalans. Hernaðurinn gegn einkarekstrinum Á næstu síðum taka svo við ritstjórnargreinar tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands, Sigurbjörns Sveinssonar og Þorbjörns Jónssonar og ber grein þess fyrrnefnda titilinn „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum hafinn“. Þar rifjar Sigurbjörn meðal annars upp friðsæla valdatíma Ólafs kyrra Noregskonungs á elleftu öld og stillir þeim upp sem andstæðu ófriðaraldar í heilbrigðiskerfinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann segir ljóst að hafinn sé „hernaður gegn einkarekstrinum“: „Samningsleysi sérfræðilækna, ömurleg brotlending krabbameinsgreiningar kvenna, útflutningur liðskiptaaðgerða, hallarekstur hjúkrunarheimila og fleira í þeim dúr eru allt veigamiklir þættir í þeirri miðstýringaráráttu, sem nú ríður húsum í heilbrigðisráðuneytinu og tengdum stofnunum,“ skrifar Sigurbjörn. Sigubjrön Sveinsson virðist á þeirri skoðun að Svandís Svavarsdóttir og Ólafur kyrri séu andstæðar fígúrur í sögu Norurlanda.læknablaðið „Þeir sem styðja vilja við einkarekstur lækna í þágu almennings eru sakaðir um einkavæðingaráráttu, sem er hreint skrök eða „falsfréttir“, heldur hann áfram og vill meina að það sé ekki hægt að kalla það einkavæðingu ef ríkið semur við einkaaðila um að reka ákveðna þjónustu fyrir sig. Sigurbjörn segir að það væri best fyrir heilbrigðisráðherra að verðleggja læknisverk sem unnin eru á sjúkrastofnunum í eigu ríkisins á sambærilegan hátt og gert er hjá einkareknum stofnunum og fyrirtækjum lækna. „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum skaðar einungis almenning og leiðir til óréttlætis og ófriðar eins og dæmin sanna.“ Verða að hafa opinn hug Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og fyrrverandi formaður Læknafélagsins, hnýtir einnig í heilbrigðisráðherra í grein sinni sem birtist í blaðinu en hún ber titilinn „Er það töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala?“. Þar tekur hann undirmönnun á bráðamóttökunni til umfjöllunar og segir hana hluta af stærri vanda Landspítalans í heils. Þorbjörn Jónsson er sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og var formaður Læknafélagsins á árunum 2011-2017.Vísir/Nanna Og lausnin er þessi: „Augljóslega þarf að leysa mönnunarvandamál spítalans og gera hann að eftirsóttum vinnustað á ný fyrir lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Sjúklingar sem þurfa ekki lengur á þjónustu sjúkrahússins að halda þurfa að komast á viðeigandi stað, til dæmis hjúkrunarheimili eða heim með viðeigandi heimahjúkrun og aðstoð.“ Þorbjörn virðist þó, líkt og kollegar hans, þeirrar skoðunar að það gæti verið best að einkaaðilar taki við þessari starfsemi: „Skoða þarf með opnum huga hvort heppilegt sé að semja við einkaaðila um slíka þjónustu.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. 16. júní 2021 17:48 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Og þeir virðast allir á eitt um lausn vandans: Það þarf aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfið. Vill útboð á starfsemi „Óumflýjanlegt er að tryggja fjölbreytilegri rekstrarform í heilbrigðisþjónustunni vegna fólksfjölgunar á Íslandi. Kröfurnar eru það miklar og stakkurinn þröngur frá ríkinu,“ er haft eftir Ólafi Baldurssyni, sem var nýlega endurráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala ævilangt. Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum.Vísir/Arnar „Hugsa þarf möguleikann á að bjóða hluta starfseminnar út, jafnvel að bjóða einstaka tegundir af vöktum út og huga að fjölbreyttara rekstrarformi í kerfinu í heild,“ segir Ólafur í aðalviðtali blaðsins, sem birtist á fyrstu síðu þess. Þar ræðir hann manneklu, undirfjármögnun og það að ábyrgð mistaka séu á herðum starfsfólks spítalans. Hernaðurinn gegn einkarekstrinum Á næstu síðum taka svo við ritstjórnargreinar tveggja fyrrverandi formanna Læknafélags Íslands, Sigurbjörns Sveinssonar og Þorbjörns Jónssonar og ber grein þess fyrrnefnda titilinn „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum hafinn“. Þar rifjar Sigurbjörn meðal annars upp friðsæla valdatíma Ólafs kyrra Noregskonungs á elleftu öld og stillir þeim upp sem andstæðu ófriðaraldar í heilbrigðiskerfinu undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann segir ljóst að hafinn sé „hernaður gegn einkarekstrinum“: „Samningsleysi sérfræðilækna, ömurleg brotlending krabbameinsgreiningar kvenna, útflutningur liðskiptaaðgerða, hallarekstur hjúkrunarheimila og fleira í þeim dúr eru allt veigamiklir þættir í þeirri miðstýringaráráttu, sem nú ríður húsum í heilbrigðisráðuneytinu og tengdum stofnunum,“ skrifar Sigurbjörn. Sigubjrön Sveinsson virðist á þeirri skoðun að Svandís Svavarsdóttir og Ólafur kyrri séu andstæðar fígúrur í sögu Norurlanda.læknablaðið „Þeir sem styðja vilja við einkarekstur lækna í þágu almennings eru sakaðir um einkavæðingaráráttu, sem er hreint skrök eða „falsfréttir“, heldur hann áfram og vill meina að það sé ekki hægt að kalla það einkavæðingu ef ríkið semur við einkaaðila um að reka ákveðna þjónustu fyrir sig. Sigurbjörn segir að það væri best fyrir heilbrigðisráðherra að verðleggja læknisverk sem unnin eru á sjúkrastofnunum í eigu ríkisins á sambærilegan hátt og gert er hjá einkareknum stofnunum og fyrirtækjum lækna. „Hernaðurinn gegn einkarekstrinum skaðar einungis almenning og leiðir til óréttlætis og ófriðar eins og dæmin sanna.“ Verða að hafa opinn hug Þorbjörn Jónsson, sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og fyrrverandi formaður Læknafélagsins, hnýtir einnig í heilbrigðisráðherra í grein sinni sem birtist í blaðinu en hún ber titilinn „Er það töluverð áskorun fyrir ráðherra að standa með Landspítala?“. Þar tekur hann undirmönnun á bráðamóttökunni til umfjöllunar og segir hana hluta af stærri vanda Landspítalans í heils. Þorbjörn Jónsson er sérfræðingur í ónæmisfræði og blóðgjafafræði og var formaður Læknafélagsins á árunum 2011-2017.Vísir/Nanna Og lausnin er þessi: „Augljóslega þarf að leysa mönnunarvandamál spítalans og gera hann að eftirsóttum vinnustað á ný fyrir lækna og aðrar heilbrigðisstéttir. Sjúklingar sem þurfa ekki lengur á þjónustu sjúkrahússins að halda þurfa að komast á viðeigandi stað, til dæmis hjúkrunarheimili eða heim með viðeigandi heimahjúkrun og aðstoð.“ Þorbjörn virðist þó, líkt og kollegar hans, þeirrar skoðunar að það gæti verið best að einkaaðilar taki við þessari starfsemi: „Skoða þarf með opnum huga hvort heppilegt sé að semja við einkaaðila um slíka þjónustu.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. 16. júní 2021 17:48 Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. 16. júní 2021 17:48
Segir kerfið virðast svo stíft að það taki yfir læknisfræðina Fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands vill að læknar fái ákveða sjálfir hvort leghálssýni sjúklinga þeirra verði tekin til rannsóknar eða ekki. Hann segir kerfið alltof stíft og farið að taka yfir læknisfræðina. 26. júní 2021 20:47