Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Ó­sann­gjarnt er að ferða­þjónustan taki ein á sig höggið

Til að þjóðin geti varist COVID-19 þurfa nokkrar atvinnugreinar að taka á sig að tapa stórum eða öllum hluta tekna sinna. Enginn skorast undan því að taka þátt í þessari baráttu. En þar með er ekki sagt að þeir sem mestu tapa eigi einir að bera þær byrðar sem varða hag allra.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö smit greindust innan­lands

Tveir greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindist þeir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

En ef þeir koma ekki aftur?

Mér sárnaði þegar ég horfði á fréttirnar í vikunni og sá viðtal við unga íslenska hótelstýru sem ætlar að loka hótelinu á komandi vetri og flytja með fjölskyldu sína burt því hún reiknar ekki með fleiri túristum til sín.

Skoðun
Fréttamynd

Hundrað milljón handþvottar

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar um skimun á landamærum, síðastliðinn föstudag, hvatti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra landsmenn til að huga að einstaklingsbundnum smitvörnum, sem héti „nú bara í daglegu tali að muna að þvo sér um hendurnar“.

Skoðun
Fréttamynd

Virtu ekki heimkomusmitgát og reyndust smituð

Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir.

Innlent
Fréttamynd

„Deginum ljósara“ að aðgerðirnar stöðvi komur ferðamanna

Það er deginum ljósara að hertar aðgerðir stjórnvalda við landamæraskimun stöðva allar komur ferðamanna til landsins. Þetta segir Kristófer Oliversson, formaður FHG – Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center Hotels í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent