„Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:45 Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hún óskar eftir því að sviðslistastofnanir landsins fái sömu undanþágu frá tveggja metra reglunni og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brýnt sé að standa vörð um menningu og listir, sérstaklega á tímum faraldurs. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“ Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“
Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16