„Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 14:45 Brynhildur Guðjónsdóttir er leikhússtjóri Borgarleikhússins. Hún óskar eftir því að sviðslistastofnanir landsins fái sömu undanþágu frá tveggja metra reglunni og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brýnt sé að standa vörð um menningu og listir, sérstaklega á tímum faraldurs. Vísir/Egill Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“ Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Brynhildur Guðjónsdóttir, borgarleikhússtjóri, bindur vonir við að leikhús landsins fái undanþágu frá tveggja metra reglunni til að unt verði að hefja æfingar fyrir sýningar leikársins. Hertar reglur geri alla starfsemi í leikhúsinu þunga í vöfum. „Við hefðum að óbreyttu átt að hefja sýningar á Níu lífum 13. ágúst síðastliðinn. Þá voru akkúrat 5 mánuðir frá því við frumsýndum og húsinu var lokað fyrir gestum. Það hefur verið lokað síðan. Allt okkar starfsfólk kom til starfa fyrr en áætlað var, með það fyrir augum að koma núverandi leikári af stað. Gildandi samkomutakmarkanir og sóttvarnareglur gera það að verkum að við komumst í rauninni hvorki aftur á bak né áfram.“ Fyrir helgi sendu stjórnendur sviðslistastofnana frá sér áskorun til yfirvalda um að gefa sviðslitastofnunum sömu undanþágu og íþróttahreyfingin hefur fengið. Brynhildur segir að undanþága frá tveggja metra reglunni myndi breyta heilmiklu fyrir leikhúsið og rekstur þess. „Þannig við gætum hafið fyrst æfingar á okkar sviðum og svo sýningar einhvern tíman í kjölfarið þegar skynsamlegt og ráðlegt þykir. En það verður að segjast að þetta er orðið þungt fyrir okkur. Við getum eiginlega ekki beðið öllu lengur. Við skulum hafa það hugfast að list og menning er hreinlega hluti af heilbrigðiskerfinu og hefur verið í um 2500 ár, eða eitthvað, og maður verður bara að hugsa sér, hvers vegna í ósköpunum halda menn að leikhúsið hafi lifað af í árafjöld? Við verðum að fá að njóta lista og menningar.“ Brynhildur segir að framleiðsla sé enn í húsinu en að æfingar takmarkist við sýningar með fáum leikurum. Hún er staðráðin í að frumsýna fyrstu sýningu leikársins, ef Níu líf eru frá talin, 19. september. Það verði þó að sjálfsögðu gert innan þess ramma sem leyfilegur verður. „Við erum að æfa tvær tveggja manna sýningar þar sem hægt er að viðhafa tveggja metra regluna. Við verðum að hafa allar sóttvarnir innan hússins í fullkomnu lagi sem þýðir að við takmörkum samgang á milli deilda og skömmtum á diska í mötuneytinu og fólk kemur og fer eftir klukku. Þetta er þungt í vöfum fyrir okkur. Við reynum að halda okkar framleiðslu eins og við mögulega getum en við viljum fá að komast af stað.“ Þrátt fyrir að Brynhildur sé orðin óþreyjufull vegna stöðunnar sem uppi er, mátti greina bjartsýni fyrir hönd menningar og lista í landinu. „Leikhúsið hefur lifað af verri plágur en þessa og alltaf risið upp aftur.“
Menning Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52 Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Íþróttir með snertingu leyfðar á ný Frá og með næstkomandi föstudegi mega fullorðnir aftur stunda íþróttir með snertingu hér á landi, eftir bann sem tók gildi 31. júlí síðastliðinn. 12. ágúst 2020 15:52
Nýjar sóttvarnareglur taka gildi á föstudag Nálægðartakmörk í íþróttum og framhalds- og háskólum verða rýmkaðar þann 14. ágúst þegar ný auglýsing heilbrigðisráðherra tekur gildi. 12. ágúst 2020 15:16