„Grautur af alls konar“ afbrigðum veirunnar greinst á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 19:00 Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira