„Grautur af alls konar“ afbrigðum veirunnar greinst á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 19:00 Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira