Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 14:31 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki eru velkomnir til Noregs en Åge Hareide mun ekki stýra Rosenborg gegn þeim. samsett/daníel/getty Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik. Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. Breiðablik og Rosenborg mætast í Þrándheimi 27. ágúst, í forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort staða Íslands á rauðum lista í Noregi, sem þýðir að íslenskir ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komu til Noregs, hefði áhrif á Blika. Þeirri óvissu hefur nú verið eytt og sleppa Blikar við sóttkví. Þetta staðfesti Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Vísi í dag. Breiðablik mun því ferðast eftir sinni áætlun, út til Noregs þann 25. ágúst og svo heim aftur eftir leik tveimur sólarhringum síðar. Þá verður væntanlega orðið ljóst hvort knattspyrnulið fái undanþágu frá reglum um sóttkví við komu til Íslands, vegna leikja á vegum UEFA þar sem gerðar eru strangar kröfur um sóttvarnir. Fyllti í skarðið í tvo mánuði og stýrir Rosenborg geng Blikum Hinn nýi þjálfari Rosenborg, Hareide, hefur stýrt liðum til meistaratitils í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, auk þess að þjálfa norska og danska landsliðið. Það er einmitt Rosenborg sem hann stýrði til meistaratitils í Noregi árið 2003. Hareide mun þó ekki hefja störf að nýju hjá Rosenborg fyrr en 1. september. Rosenborg hóf þjálfaraleit eftir að Eirik Horneland hætti hjá liðinu 26. júní síðastliðinn. Síðustu tvo mánuði hefur Trond Henriksen stýrt liðinu til bráðabirgða og hann verður við stjórnvölinn í leiknum við Breiðablik.
Norski boltinn Breiðablik Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30 Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
Stefnt á að Blikar spili í Þrándheimi þó Ísland sé á rauðum lista Þrátt fyrir að Ísland sé nú komið á rauðan lista í Noregi er enn stefnt að því að Breiðablik mæti Rosenborg í Þrándheimi í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta. 12. ágúst 2020 17:30
Ísland komið á rauðan lista í Noregi: Evrópuleikur Blika í hættu? Ísland er komið á rauðan lista hjá Norðmönnum og þar með er Evrópuleikur Breiðabliks og Rosenborg í hættu. 12. ágúst 2020 13:00