Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2020 19:46 KR - Breiðablik, Pepsi max deild karla. Sumar 2020. Knattspyrna, fótbolti. Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. KR hélt til Skotlands í dag, Glasgow nánar tiltekið, en þeir mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Aðeins verður leikinn einn leikur sem mun skera úr um hvort liðið fer áfram í næstu umferð. Off to fylgstu með á instagram #allirsemeinn pic.twitter.com/nFsX8rnTgZ— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) August 17, 2020 KR-ingar þurfa að hafa hraðar hendur eftir leik þar sem á miðnætti á Íslandi taka nýjar reglur um alla komufarþega gildi. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Takist KR ekki að skila sér heim fyrir miðnætti gætu KR-ingar endað á að þurfa fara í fimm daga sóttkví. „Við höfum fengið beiðni frá KSÍ að skoða þetta mál sérstaklega,“ sagði Reynir í viðtali fyrr í dag. Hann segir að það sé verið að leita lausna en málið sé flókið. „Það er ekki víst að þetta náist fyrir annað kvöld en vonandi. Ef ekki þá lenda KR-ingar í nýju reglunum sem segir til um fimm daga í sóttkví,“ sagði Reynir einnig. Þá ræddi Víðir ástæður þess af hverju honum finnst það ekki slæmt að íþróttalið – á borð við KR – fái undanþágu frá reglunum. „Umhverfið sem þessir leikir eru spilaðir í er mjög sérstakt. Leikmennirnir þurfa að fara í skimun – og eru búnir að fara í skimun hér heima. Þeir ferðast með einkaflugvél og mega ekki umgangast neinn annan þegar þeir koma til landsins. Þeir fara einir í rútu og beint upp á hótel þar sem þeir eru lokaðir inni nema þegar þeir fara á létta æfingu og í leikinn. Fara svo aftur með einkaflugi heim þar sem þeir fara aftur í gegnum sérstakan inngang sem enginn annar notar,“ sagði Víðir að lokum. Viðtalið við Víði og frétt Rikka G. í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Leikur Celtic og KR verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 18:45 annað kvöld. Klippa: KR-ingar þurfa að hafa hraðar hendur Fótbolti Meistaradeild Evrópu Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira
Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. KR hélt til Skotlands í dag, Glasgow nánar tiltekið, en þeir mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Aðeins verður leikinn einn leikur sem mun skera úr um hvort liðið fer áfram í næstu umferð. Off to fylgstu með á instagram #allirsemeinn pic.twitter.com/nFsX8rnTgZ— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) August 17, 2020 KR-ingar þurfa að hafa hraðar hendur eftir leik þar sem á miðnætti á Íslandi taka nýjar reglur um alla komufarþega gildi. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. Takist KR ekki að skila sér heim fyrir miðnætti gætu KR-ingar endað á að þurfa fara í fimm daga sóttkví. „Við höfum fengið beiðni frá KSÍ að skoða þetta mál sérstaklega,“ sagði Reynir í viðtali fyrr í dag. Hann segir að það sé verið að leita lausna en málið sé flókið. „Það er ekki víst að þetta náist fyrir annað kvöld en vonandi. Ef ekki þá lenda KR-ingar í nýju reglunum sem segir til um fimm daga í sóttkví,“ sagði Reynir einnig. Þá ræddi Víðir ástæður þess af hverju honum finnst það ekki slæmt að íþróttalið – á borð við KR – fái undanþágu frá reglunum. „Umhverfið sem þessir leikir eru spilaðir í er mjög sérstakt. Leikmennirnir þurfa að fara í skimun – og eru búnir að fara í skimun hér heima. Þeir ferðast með einkaflugvél og mega ekki umgangast neinn annan þegar þeir koma til landsins. Þeir fara einir í rútu og beint upp á hótel þar sem þeir eru lokaðir inni nema þegar þeir fara á létta æfingu og í leikinn. Fara svo aftur með einkaflugi heim þar sem þeir fara aftur í gegnum sérstakan inngang sem enginn annar notar,“ sagði Víðir að lokum. Viðtalið við Víði og frétt Rikka G. í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Leikur Celtic og KR verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport klukkan 18:45 annað kvöld. Klippa: KR-ingar þurfa að hafa hraðar hendur
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Sjá meira