Kirkjugarðar

Fréttamynd

Mengun meiri en búist var við frá bál­stofu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur tekið ákvörðun um endurskoðun á starfsleyfi bálstofu Kirkjugarða Reykjavíkur að Vesturhlíð 6. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að mengun af völdum starfseminnar hafi reynst meiri en búast mátti við þegar leyfi bálstofunnar var gefið út árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Valdi vinnings­tölurnar við leiði náins ást­vinar

Kona á sextugsaldri var ein með allar tölurnar réttar í lottói á laugardaginn og fékk óskiptan fimmfaldan lottópott upp á rúmar 78 milljónir króna. Konan valdi tölurnar í kirkjugarðinum en hún var þar að vitja náins ástvinar sem féll frá nýlega. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningurinn sé einn sá stærsti síðustu vikur.

Innlent
Fréttamynd

Kúkalykt í kirkju­garði gerir út af við Grafavogsbúa

„Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina.

Innlent
Fréttamynd

„Mér að mæta“ ef krossar yrðu fjar­lægðir

Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands merkir það að fólki þyrsti í að „einhver fari að verja kristna trú og þjóðkirkjuna“. Hún vill halda í nafn Kirkjugarða Reykjavíkur en líst vel á nýtt merki stofunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Mér líður eins og þeir hafi kúkað á leiðið“

Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur vann stórfellt skemmdarverk á leiði foreldra Brynhildar Bergþórsdóttur að hennar sögn. Blóðberg sem prýddi leiðið var slitið upp og svört möl sett í staðinn án þess að samráð væri haft við aðstandendur.

Innlent
Fréttamynd

Hafa náð lendingu um staðar­val nýs kirkju­garðs

Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes.

Innlent
Fréttamynd

Í ker eða kistu

Þótt það hafi aukist mikið og á eftir að aukast e.t.v. enn meira að fólk ákveði í lifanda lífi að jarðneskar leifar þess skuli brenndar verður ávallt að vera til reitur – kirkjugarður í Reykjavík sem hefur pláss fyrir kistur. Ákvörðun um hvort kista eða ker verði fyrir valinu liggur einnig oft hjá aðstandendum hins látna.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­miðla­maður snýr sér að útförum

Guðmundur Örn Jóhannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Torgi og sjónvarpsstjóri ÍNN, hefur ákveðið að kveðja fjölmiðlabransann í bili og snúa sér að útförum. Hann hefur gengið til liðs við Úfararstofu Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hver stelur af barnaleiði?

Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu og eignuðust síðar andvana dreng eru í áfalli yfir því að fallegir steinar hafi verið fjarlægðir af leiðum barnanna. Þau trúa ekki að fólk geti verið svona ömurlegt.

Innlent
Fréttamynd

Sorpa og Kópa­vogur – klúður og á­byrgðar­leysi

Formaður bæjarráðs og bæjarstjóri Kópavogs fullyrða í grein á www.visir.is 26. maí sl. að „Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins.“

Skoðun
Fréttamynd

„Þessi staðsetning kemur ekki til greina“

Bæjarstjóri Kópavogs segir það ekki koma til greina að endurvinnslustöð Sorpu verði byggð á landi Kópavogskirkjugarðs. Þörf sé á þarfa- og valkostagreiningu til að finna nýja staðsetningu endurvinnslustöðvar fyrir Kópavog og Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Sorpa

Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Til hinstu hvílu

Allir þeir sem misst hafa ástvin, þekkja þá tilfinningu þegar taka þarf ákvörðun um hin hinsta hvílustað þeirra. Mörgum er þessi ákvörðun erfið, ber með sér erfiðan raunveruleika um síðasta andardrátt ástvinar þeirra og að eftir eru aðeins jarðneskar leifar.

Skoðun
Fréttamynd

Bálfarir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli

Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að verja stöðu frjálsra fjölmiðla á Íslandi

Þingmaður Vinstri grænna segir mikilvægt að tryggja fjölmiðlafólki öruggt starfsumhverfi. Fjölmörg dæmi væru um að fjölmiðlafólk væri hindrað í störfum sínum og því jafnvel ógnað. Menningar- og viðskiptaráðherra segir fjölmiðlaáætlun í mótun.

Innlent
Fréttamynd

Grafreitir fyrir alla

Okkur Íslendingum hefur verið tamt að miða vöxt þjóðar og samfélags við það sem þekkjum.

Skoðun
Fréttamynd

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði

„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Betri bálfarir, betri jarðarfarir

Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu.

Skoðun