Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 18:16 Haustið 2024 ráku tveir kirkjugarðar á landinu líkhús, Kirkjugarðar Reykjavíkur og Kirkjugarðar Akureyrar. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til breytinga á lögum sem heimila kirkjugörðum að rukka geymslugjald á líkum. Er þetta gert til að garðarnir geti staðið undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Drögin voru birt í samráðsgátt í dag, en þar kemur fram að breytingin sé lögð fram til að bregðast við alvarlegri rekstrarstöðu á mikilvægum samfélagslegum innviðum sem skapast hefur hjá þeim kirkjugörðum sem reka líkhús. Upp sé komin sú staða að Kirkjugarðar Reykjavíkur muni ekki geta haldið áfram rekstri líkhússins án fjármagns til rekstursins. Verði ekki brugðist við stefni í óefni og kirkjugarðar hætti hugsanlega alfarið rekstri líkhúsa. Því sé nauðsynlegt að búa svo um í lagaumgjörð kirkjugarðanna að þeim verði heimilt að innheimta gjald til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Nái breytingin fram að ganga er kirkjugarði, sem komið hefur sér upp líkhúsi, heimilt að innheimta gjald vegna geymslu líka. Við ákvörðun gjalds verði í gjaldskrá lagður til grundvallar kostnaður vegna reksturs líkhússins, meðal annars kostnaður vegna launatengdra gjalda, húsnæðis, rafmagns, viðhalds, ræstinga, tækja, áhalda, öryggiskerfis og trygginga. Fram kemur að kirkjugarðar fái áfram fjármagn úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags sem gert var árið 2005. Samkomulagið byggi á þrennskonar viðmiðunum þegar reiknað er framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða og rekstur líkhúsa sé ekki þar á meðal. Því verði gripið til breytinganna til þess að ráða bót á þeim vanda sem upp er kominn í rekstri líkhúsa. Við endurskoðun laganna og samkomulagsins verði hægt að skoða aðrar leiðir sem kunni að þykja ákjósanlegri þegar til framtíðar er litið. Kirkjugarðar Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Drögin voru birt í samráðsgátt í dag, en þar kemur fram að breytingin sé lögð fram til að bregðast við alvarlegri rekstrarstöðu á mikilvægum samfélagslegum innviðum sem skapast hefur hjá þeim kirkjugörðum sem reka líkhús. Upp sé komin sú staða að Kirkjugarðar Reykjavíkur muni ekki geta haldið áfram rekstri líkhússins án fjármagns til rekstursins. Verði ekki brugðist við stefni í óefni og kirkjugarðar hætti hugsanlega alfarið rekstri líkhúsa. Því sé nauðsynlegt að búa svo um í lagaumgjörð kirkjugarðanna að þeim verði heimilt að innheimta gjald til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af rekstri líkhúsa. Nái breytingin fram að ganga er kirkjugarði, sem komið hefur sér upp líkhúsi, heimilt að innheimta gjald vegna geymslu líka. Við ákvörðun gjalds verði í gjaldskrá lagður til grundvallar kostnaður vegna reksturs líkhússins, meðal annars kostnaður vegna launatengdra gjalda, húsnæðis, rafmagns, viðhalds, ræstinga, tækja, áhalda, öryggiskerfis og trygginga. Fram kemur að kirkjugarðar fái áfram fjármagn úr ríkissjóði á grundvelli samkomulags sem gert var árið 2005. Samkomulagið byggi á þrennskonar viðmiðunum þegar reiknað er framlag úr ríkissjóði til starfsemi kirkjugarða og rekstur líkhúsa sé ekki þar á meðal. Því verði gripið til breytinganna til þess að ráða bót á þeim vanda sem upp er kominn í rekstri líkhúsa. Við endurskoðun laganna og samkomulagsins verði hægt að skoða aðrar leiðir sem kunni að þykja ákjósanlegri þegar til framtíðar er litið.
Kirkjugarðar Alþingi Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira