Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2025 22:11 Frá útför Boris Spasskís í Moskvu. A.Fedorov/SE Rússneski skákmeistarinn Boris Spasskí var jarðsettur með viðhöfn í Moskvu í vikunni í kirkjugarði þar sem margar af hetjum Rússlands og Sovétríkjanna hvíla. Útförin var gerð frá höfuðkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þar með virðist útséð um að Spasskí verði grafinn við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Spasskí hafði sjálfur spurt þegar hann lagði blómsveig að leiði Fischers í marsmánuði 2008 hvort laust pláss væri við hliðina og gefið sterklega til kynna að þar vildi hann einnig liggja. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot „Það er vonlaust að eiga við þetta lengur. Við leggjum ekkert í að ráðast inn í Rússland til að fá Spasskí fluttan til Íslands,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson í samtali við fréttastofu í kvöld. Guðmundur var forseti Skáksambands Íslands árið sem einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík. Guðmundur hafði sjálfur kannað það lauslega undanfarna daga í gegnum sambönd sín í hinum alþjóðlega skákheimi hvort einhver flötur væri á því að Spasskí yrði grafinn á Íslandi. Kista Spasskís borin frá kirkju í Moskvu.A.Fedorov/SE Spasskí lést í Moskvu þann 27. febrúar síðastliðinn, 89 ára að aldri. Samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla var útförin gerð frá Dómkirkju Krists frelsara síðastliðinn þriðjudag, 4. mars. Hún er aðaldómkirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og er staðsett nálægt Kreml á bakka Moskvuár. Meðal viðstaddra voru forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Arkady Dvorkovich, og forseti Skáksambands Rússlands, Andrey Filatov. Spasskí var síðan jarðsettur í Troyekurovskoye-kirkjugarðinum í vesturhluta Moskvu. Þar hvíla margir frægir rússneskir afreksmenn, íþróttahetjur, rithöfundar, leikarar, söngvarar, kvikmyndaleikstjórar, vísindamenn, stjórnmálamenn, geimfarar, KGB-njósnarar, herforingjar og stríðshetjur. En einnig þekktir stjórnarandstæðingar, eins og blaðakonan Anna Politkovskaya, sem myrt var árið 2006. Arkady Dvorkovich, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var meðal viðstaddra.A.Fedorov/SE Spasskí varð heimsmeistari í skák árið 1969 þegar hann sigraði Tigran Petrosian. Hann hélt titlinum í þrjú ár en tapaði honum til Fischers árið 1972 í einvíginu sögufræga í Reykjavík. Árið 1976 flutti Spasskí til Frakklands og gerðist franskur ríkisborgari. Hann sneri síðan aftur til Rússlands árið 2012 og árið 2018 var hann kjörinn heiðursforseti rússneska skáksambandsins. Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambands Íslands þegar einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík.Stefán Ingvarsson „Mínar fréttir segja að Spasskí hafi haft lítil samskipti við landa sína síðustu árin,“ sagði Guðmundur. Kvaðst hann vilja senda ættmennum og vinum Spasskís innilegustu samúðarkveðjur frá Íslandi. „Með ósk um að hann hvíli í friði og njóti þeirrar virðingar og heiðurs sem honum ber,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 daginn sem Spasskí fór að leiði Fischers að Laugardælum: Einvígi aldarinnar Skák Rússland Kirkjugarðar Flóahreppur Tengdar fréttir Telur að reyna ætti að fá Spasskí Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. 3. mars 2025 21:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þar með virðist útséð um að Spasskí verði grafinn við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Spasskí hafði sjálfur spurt þegar hann lagði blómsveig að leiði Fischers í marsmánuði 2008 hvort laust pláss væri við hliðina og gefið sterklega til kynna að þar vildi hann einnig liggja. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot „Það er vonlaust að eiga við þetta lengur. Við leggjum ekkert í að ráðast inn í Rússland til að fá Spasskí fluttan til Íslands,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson í samtali við fréttastofu í kvöld. Guðmundur var forseti Skáksambands Íslands árið sem einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík. Guðmundur hafði sjálfur kannað það lauslega undanfarna daga í gegnum sambönd sín í hinum alþjóðlega skákheimi hvort einhver flötur væri á því að Spasskí yrði grafinn á Íslandi. Kista Spasskís borin frá kirkju í Moskvu.A.Fedorov/SE Spasskí lést í Moskvu þann 27. febrúar síðastliðinn, 89 ára að aldri. Samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla var útförin gerð frá Dómkirkju Krists frelsara síðastliðinn þriðjudag, 4. mars. Hún er aðaldómkirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og er staðsett nálægt Kreml á bakka Moskvuár. Meðal viðstaddra voru forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Arkady Dvorkovich, og forseti Skáksambands Rússlands, Andrey Filatov. Spasskí var síðan jarðsettur í Troyekurovskoye-kirkjugarðinum í vesturhluta Moskvu. Þar hvíla margir frægir rússneskir afreksmenn, íþróttahetjur, rithöfundar, leikarar, söngvarar, kvikmyndaleikstjórar, vísindamenn, stjórnmálamenn, geimfarar, KGB-njósnarar, herforingjar og stríðshetjur. En einnig þekktir stjórnarandstæðingar, eins og blaðakonan Anna Politkovskaya, sem myrt var árið 2006. Arkady Dvorkovich, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var meðal viðstaddra.A.Fedorov/SE Spasskí varð heimsmeistari í skák árið 1969 þegar hann sigraði Tigran Petrosian. Hann hélt titlinum í þrjú ár en tapaði honum til Fischers árið 1972 í einvíginu sögufræga í Reykjavík. Árið 1976 flutti Spasskí til Frakklands og gerðist franskur ríkisborgari. Hann sneri síðan aftur til Rússlands árið 2012 og árið 2018 var hann kjörinn heiðursforseti rússneska skáksambandsins. Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambands Íslands þegar einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík.Stefán Ingvarsson „Mínar fréttir segja að Spasskí hafi haft lítil samskipti við landa sína síðustu árin,“ sagði Guðmundur. Kvaðst hann vilja senda ættmennum og vinum Spasskís innilegustu samúðarkveðjur frá Íslandi. „Með ósk um að hann hvíli í friði og njóti þeirrar virðingar og heiðurs sem honum ber,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 daginn sem Spasskí fór að leiði Fischers að Laugardælum:
Einvígi aldarinnar Skák Rússland Kirkjugarðar Flóahreppur Tengdar fréttir Telur að reyna ætti að fá Spasskí Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. 3. mars 2025 21:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Telur að reyna ætti að fá Spasskí Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. 3. mars 2025 21:00
Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25
Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30