Stefna á skóflustungu að nýrri bálstofu í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 14:03 Sigríður Bylgja segir að stefnt sé á fyrstu skóflustungu í haust. Þegar bálstofa Trés lífsins verði tekin í notkun verði hægt að hætta að nota nærri áttatíu ára gamla ofna Kirkjugarðanna. Vísir Forsvarskona og stofnandi Trés lífsins segir að stefnt sé að fyrstu skóflustungu að nýrri bálstofu í haust. Hún vonar að hægt verði að taka bálstofuna í notkun innan tveggja ára. Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“ Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Fjallað var um það í Morgunblaðinu í morgun að sífellt fleiri landsmenn kjósi bálför þegar kallið kemur umfram greftrun. Aðeins ein bálstofa er á landinu. Hún er í Fossvogi og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæmanna, KGRP. Haft er eftir Ingvari Stefánssyni, framkvæmdastjóra KGRP, að stofan sé elsta bálstofan sem er í notkun á Norðurlöndum en kveikt var á ofnunum 1948. Ný bálstofa hafi verið í burðarliðnum í Gufunesi frá 2005 en í hana vanti fjármagn. Undanfarin ár hefur Tré lífsins undirbúið stofnun og rekstur bálstofu og minningargarðs í Garðabæ. Í mars í fyrra bárust þær fréttir að dómsmálaráðuneytið væri komið í viðræðu við Kirkjugarðana um áframhaldandi rekstur þeirra á bálstofu. Lá þá fyrir að bæði KGRP og Tré lífsins vildu starfrækja bálstofu en bæði voru sammála um að aðeins eina bálstofu þyrfti til með hliðsjón af mannfjölda. „Við erum að stefna að skóflustungu í haust og að byggja bálstofu. Við erum með ofnaframleiðanda í Þýskalandi sem við ætlum að kaupa ofn af og öll leyfi eru komin hjá okkur og það liggur allt fyrir hjá Garðabæ. Nú erum við bara að bíða eftir svörum frá Garðabæ um tímalínu þeirra varðandi innviðauppbyggingu þeirra á svæðinu,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi Trés lífsins. „Eðlilegt að þetta færist til óháðra aðila“ Hún segir að búið sé að leggja veg hluta af leiðinni að Rjúpnadal, þar sem bálstofan á að rísa og Garðabær ætlar að gera nýjan kirkjugarð. Hún segir þá vanta tengingu við rafmagn, heitt vatn og skólplagnir. „Byggingartíminn ætti að vera, varlega áætlað, tvö ár. Það gæti verið styttra. Við hlökkum svakalega til, það er búið að vinna að þessu verkefni í mörg ár. Við búumst við að við tökum þá við þjónustu við bálfarir á Íslandi vegna þess að bálstofan í Fossvogi er löngu úr sér gengin og það er bara pláss fyrir eina á landinu,“ segir Sigríður. „Það er eðlilegt miðað við nútímann að þetta færist til óháðra aðila. Við erum almannaheillafélag, við erum ekki rekin í arðsemisskyni.“ Gera ráð fyrir að fleiri muni velja bálför Þar kemur jafnframt fram að í dag kjósi um 60 prósent þeirra sem falla frá á höfuðborgarsvæðinu bálför og á landinu öllu um 50 prósent. Í höfuðborgum nágrannalandanna er þetta hlutfall yfir 90 prósentum. „Ég hugsa að þróunin verði bara eins og í nágrannalöndunum. Ég held við eigum eftir að sjá hærra hlutfall þeirra sem eru utan að landi. Í dag er það þannig að kostnaðurinn lendir á aðstandendum, það er ekki góð þjónusta í kringum það að koma líki í brennslu og ösku til baka,“ segir Sigríður. „Við viljum bæta þjónustuna þannig að þau sem eru utan að landi, að þeim sé gefinn kostur á að nýta sér bálför. Þau neyðist ekki til að velja sér greftrun af því að hitt sé orðið svo dýrt.“
Kirkjugarðar Garðabær Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira