Innlent

Fréttamynd

Walesverjar rannsaka gjósku

Rannsóknir á ösku frá Eyjafjallajökli eru nú stundaðar í Snowdon þjóðgarðinum í Wales sem dregur nafn sitt af hæsta fjalli landsins. Vísindamenn safna þar gras- og regnvatnssýnum í þeim tilgangi að meta umhverfisáhrif öskufallsins á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn Hreyfingarinnar fordæma Seðlabanka Íslands

Þingmenn Hreyfingarinnar, þau Margrét Tryggvadóttur, Birgitta Jónsdóttur og Þór Saari, fordæma viðbrögð Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar um gengistryggð lán; helstu lögspekingar landsins hafi sagt niðurstöðu Hæstaréttar skýra og gengistryggingin sé ólögleg og upphaflegir samningsvextir hljóti að standa.

Innlent
Fréttamynd

Glitnir kyrrsetur lúxusbíla Jóns Ásgeirs

Glitnir fékk fyrir sex vikum kyrrsetningu á eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi. Krafa Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri er sex milljarðar króna en umræddar eignir eru metnar á samtals 197 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Rekstur innan fjárheimilda

Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða samtals 579 milljarða króna. Þrátt fyrir það hafi heildarútgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýrist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin nekt eftir tólf

Lög um bann við nektardans taka gildi á miðnætti. Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi Goldfinger, segist ætla að fylgja lögunum - líklega hlaupi hann upp á svið með lendarskýlu handa dansaranum þegar klukkan slær tólf.

Innlent
Fréttamynd

Sóðaskapur á Fimmvörðuhálsi

Hálffull olíutunna mætti augum göngugarpsins Páls Ásgeirs Ásgeirssonar þegar hann gekk yfir Fimmvörðuháls í dag. Páll Ásgeir segir mengunarslys í uppsiglingu og lýsir vanþóknun á slíkum sóðaskap.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn Rúv staðfestir ráðningu Sigrúnar

Stjórn Rúv fundaði í gær um ákvörðun Páls Magnússonar að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur dagskrárstjóra Rúv. Svanhildur Kaaber segir stjórn Rúv staðfesta ráðninguna en almenn skoðun stjórnarinnar sé að auglýsa stöður.

Innlent
Fréttamynd

Reglurnar skýrar en framkvæmdin ekki

Enn er óvissa um hvort foreldrar stúlku, sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi fyrir nokkrum árum, þurfi að greiða milljónir fyrir beinflutning og tannlækningar eftir slysið. Reglurnar eru alveg skýrar, segir forstjóri Sjúkratrygginga og heilbrigðisráðherra, en ekki er skýrt hvort afleiðingar slyssins falli undir reglurnar.

Innlent
Fréttamynd

Eignir Jóns Ásgeirs enn kyrrsettar

Eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hér á landi hafa verið kyrrsettar þrátt fyrir að tollstjóri hafi dregið kyrrsetningarbeiðni sína til baka. Sýslumaður hefur samþykkt kyrrsetningarbeiðni Glitnis banka á hendur honum.

Innlent
Fréttamynd

Segja tilmæli Seðlabanka „sorgleg“ og „út í hött“

Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum.

Innlent
Fréttamynd

Herjólfur lagður frá höfn

Skemmdir á Herjólfi voru ekki eins alvarlegar og leit út í fyrstu. Herjólfur er lagður aftur frá höfn í seinni ferð sína til Þorlákshafnar.

Innlent
Fréttamynd

Herjólfur vélarvana

Kafarar búa sig nú undir að kanna skemmdir á Herjólfi sem varð vélarvana í innsiglingunni við Vestmannaeyjar. Báturinn er fullhlaðinn fólki og bílum.

Innlent
Fréttamynd

Spássían yfir alla síðuna

Sumarkiljurnar, játningar útrásarvíkinga og The Wire eru meðal umfjöllunarefna í Spássíunni, nýju tímariti um bókmenntir og listir.

Lífið
Fréttamynd

Skorar á þjófa að skila barnamyndum

„Ég er búin að halda í vonina að löggan finni eitthvað, en það hefur ekki gerst,“ segir leikkonan Hrefna Hallgrímsdóttir, Skrítla úr Skoppu og Skrítlu. Brotist var inn í fjölskyldubílinn við heimili Hrefnu í Kópavogi á mánudaginn í síðustu viku. Á meðal þess sem var stolið var myndavél sem geymir myndir af síðasta hálfa ári í lífi fjölskyldunnar.

Lífið
Fréttamynd

Mannréttindi í stað útrásar

Ég upplifi það þannig að útrásarvíkingarnir hafi troðið svo miklum skít yfir landið að efnahagskerfið hrundi. Upp úr því reis þjóðfélag mannréttinda í stað peningadýrkunar." Þetta sagði glöð og reif kona við mig á sunnudagskvöldið. Hún var kát vegna þess að hún hafði lifað sögulegan viðburð, sem og reyndar við öll. Hún varð, fyrr um daginn, jöfn á við þær konur sem frekar vilja sofa hjá karlmönnum. Sjálf er hún lesbísk.

Bakþankar
Fréttamynd

Öruggar strandveiðar

Útkall –F2-Gulur – bátur vélarvana“ eða „Útkall –F2-Gulur – bátur dottinn út úr tilkynningaskyldu“ eru útköll sem björgunaraðilar hafa fengið í vaxandi mæli eftir að vora tók. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, skipa- og flugfloti Landhelgisgæslunnar sem og skip og bátar á viðkomandi svæðum fara þegar til aðstoðar eða leitar að viðkomandi bátum. Halda menn ekki aftur til hafnar fyrr en vandamálið hefur verið leyst og hafa þá margir tugir manna komið að lausn málanna hverju sinni. Björgunaraðilar á Íslandi hafa aldrei talið það eftir sér að fara til aðstoðar eða leitar og geta sjómenn þakkað það fórnfúsa starf sem allir þessir aðilar fara í hvenær sem kall berst.

Skoðun
Fréttamynd

Vituð ér enn…

Menn þrætazt á um orsakir Hrunsins á Íslandi. Landsstjórnarmenn, sem aðalábyrgð bera, vísa gjarnan á heimskreppu í því sambandi og reyna með þeim hætti að villa um fyrir almenningi.

Skoðun
Fréttamynd

Nútímalegt Alþingi

Alþingi, löggjafarvaldið, er ein mikilvægasta stofnun réttar­ríkisins. Starfshættir Alþingis hafa verið mjög til umræðu og skoðunar meðal almennings á síðustu misserum, sérlega í kjölfar bankahrunsins.

Skoðun
Fréttamynd

Taldi hraunmolann uppsprettu ógæfu

Breskur ferðamaður hefur skilað aftur hraunmola sem hann tók héðan í leyfisleysi. Taldi molann uppsprettu allrar sinnar ógæfu. Molanum hefur verið skilað aftur og var flogið með þyrlu á gosstöðvarnar. Gömul þjóðtrú er tengd steinum.

Innlent
Fréttamynd

Græða almennir lántakendur?

Ég myndi telja það afskaplega ósanngjarna niðurstöðu ef samningsvextirnir verða látnir standa.“ Fráleit niðurstaða að myntkörfulánasamningarnir standi óbreyttir án gengistryggingar.” Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um hin ólögmætu gengistryggðu lán, 25. júní, 2010.

Skoðun
Fréttamynd

Draumur Vigdísar

Fyrir þrjátíu árum kusu Íslendingar Vigdísi Finnbogadóttur til forseta, og sýndu með því eindæma víðsýni og sjálfstæði gagnvart hefðinni, sem verið hefur öðrum þjóðum fyrirmynd æ síðan. Við höfum gjarnan talið okkur stolta þjóð, hreykna af náttúru okkar og sögu, en flest það sem við erum stoltust af hlotnaðist okkur ekki fyrir eigin tilverknað. Sjálf hef ég gert mér grein fyrir því að sá gjörningur sem við Íslendingar höfum afrekað á minni fimmtíu ára ævi og ég er stoltust af er einmitt sú staðreynd að við kusum Vigdísi til forseta árið 1980.

Skoðun
Fréttamynd

Harmar umræðu um bíl

Anna Skúladóttir, fjármálastjóri Orkuveitu Reykjavíkur, hefur skilað lúxusbifreið þeirri sem hún fékk til umráða hjá fyrirtækinu. Í bréfi sem hún sendi starfsmönnum á innri vef fyrirtækisins kemur fram að bíllinn kostaði sjö milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tók of háar skuldir banka yfir

Formaður viðskiptanefndar segir fullyrðingu AGS um of marga banka sýna að ríkið hafi tekið of háar skuldir yfir með bönkunum. Eignasafnið hafi verið á allt of háu verði. Hagfræðiprófessor segir að bönkunum muni fækka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alvarlega brenndur eftir slys

Einn maður er alvarlega slasaður eftir sprengingu í Járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeildinni liggur maðurinn þar alvarlega slasaður og þungt haldinn.

Innlent
Fréttamynd

Töldu stjórnmálin vera kaup kaups

Jón Sigurðsson segir félagasamtök hafa reynt að bjóða Framsóknarflokknum atkvæði fyrir greiða fyrir kosningar 2007. Flokkurinn hafi á þeim tíma verið lamaður af illdeilum og beri meðábyrgð á aðdraganda og forsendum hrunsins.

Innlent
Fréttamynd

Margir eiga von á þakkarbréfi

Hvatningarátakið Til fyrirmyndar náði hámarki í gær. Þá safnaðist fjöldi fólks saman í Iðnó til þess að skrifa þakkarbréf til þeirra sem eru taldir hafa verið til fyrirmyndar.

Innlent