Viðskipti innlent

Rekstur innan fjárheimilda

Ríkisútgjöld 2009 reyndust umfram fjárlög en innan fjárheimilda.
Ríkisútgjöld 2009 reyndust umfram fjárlög en innan fjárheimilda. fréttablaðið/Pjetur

Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða samtals 579 milljarða króna.

Þrátt fyrir það hafi heildarútgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýrist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári.

Ríkisendurskoðun segir ástæðu þess að heimildir ársins þurfti ekki að nýta til fulls, meðal annars þá að kostnaður við endurreisn bankakerfisins hafi reynst minni en áætlaður var.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga, sem birt var í gær.

Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010 urðu útgjöld ríkisins sjö milljörðum minni en áætlað var, en tekjur ársins um tveimur milljörðum minni. Þetta varð til þess að rekstur ríkissjóðs varð innan fjárheimilda á tímabilinu.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×