Segja tilmæli Seðlabanka „sorgleg“ og „út í hött“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. júní 2010 18:33 Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu. Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira
Talsmenn skuldara segja að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum sem séu sorgleg og út í hött. Þeir hvetja lánþega til að greiða ekki. Forstjóri FME segir að greiðsla í samræmi við tilmælin feli ekki í sér samþykki á nýjum lánaskilmálum. Guðmundur Andri Skúlason er formaður Samtaka lánþega og er með bæði gengistryggt bílalán og húsnæðislán. Hann segir að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn gangi erinda fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja með tilmælum sínum um uppgjör gengistryggðra lána. „Okkur finnst þessi tilmæli út í hött. Þau eiga sér ekki nokkra stoð í lögum, að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið komi fram með svona tilmæli gegn nýföllnum hæstaréttardómi. Ég tel lánþega bregðast við með því að greiða ekki af gengislánum og við munum hvetja lánþega til að greiða ekki þar til réttaróvissu er eytt," segir Guðmundur Andri. Fiðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, tekur í sama streng. „Mér finnst þessi tilmæli sorgleg. Það er ekki verið að hugsa um hagsmuni heimilana," segir hann. Fréttastofa óskaði í dag eftir upplýsingum hjá FME um hvort greiðsla í samræmi við hin nýju tilmæli FME og Seðlabankan fæli í sér samþykki á nýjum skilmálum lánasamninganna. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, sagði í samtali við fréttastofu að afborgun af láni með breyttum skilmálum í samræmi við tilmælin fæli ekki í sér samþykki skuldara á breyttum skilmálum og að skuldarar gætu því greitt af lánunum án þess að hafa áhyggjur af því. Gunnar sagði að tilmælin væru aðeins tímabundið úrræði þangað til dómstólar skæru endanlega úr um ágreininginn eða löggjafinn með nýrri lagasetningu.
Innlent Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Sjá meira