Innlent

Margir eiga von á þakkarbréfi

Vigdís var á meðal þeirra sem skrifuðu bréf í Iðnó í gær. Haldið var upp á að þrjátíu ár voru liðin frá kjöri hennar.
Vigdís var á meðal þeirra sem skrifuðu bréf í Iðnó í gær. Haldið var upp á að þrjátíu ár voru liðin frá kjöri hennar. fréttablaðið/stefán

Hvatningarátakið Til fyrirmyndar náði hámarki í gær. Þá safnaðist fjöldi fólks saman í Iðnó til þess að skrifa þakkarbréf til þeirra sem eru taldir hafa verið til fyrirmyndar.

Meðal þeirra sem skrifuðu bréf var Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti, en í gær voru þrjátíu ár liðin frá því að hún var fyrst kvenna kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum. Átakið er haldið í tilefni af því og er henni til heiðurs. Vigdís skrifaði dóttur sinni og tengdasyni bréf í gær og þakkaði þeim fyrir að vera góðir foreldrar.

Bréfsefni til að skrifa bréfin bárust inn á heimili í gær og munu berast inn á fleiri heimili í dag. Einnig verður hægt að nálgast bréfsefnin á pósthúsum og hjá N1 um allt land. Bréfin er hægt að setja ófrímerkt í póst innanlands. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×