Innlent Síðustu þyrluvakt varnarliðslins lauk í morgun Síðustu vakt björgunarþyrlna Varnarliðsins á Miðnesheiði lauk í morgun. Þar með eru aðeins tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar til taks ef á þarf að halda. Innlent 15.9.2006 15:44 13.500 heita betri hegðun í umferðinni Um 13.500 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslyum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". Innlent 15.9.2006 15:09 Magna fagnað í Smáralind á sunnudag Magni Ásgeirsson mun spila á ný með hljómsveit sinni Á móti sól á viðburði sem Skjárinn hefur skipulagt til heiðurs honum í Smáralind á sunnudag. Söngvarinn knái, sem vakið hefur þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova, kemur heim á sunnudaginn og mun þjóðin þá taka á móti honum í Vetrargarði Smáralindar klukkan 16. Innlent 15.9.2006 15:22 Líðan drengsins óbreytt Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi virðist sem ofsaakstur hafi ollið slysinu en ummerki á vettvangi bentu til þess. Drengurinn var ekki í bílbelti en stúlkurnar tvær sem voru farþegar í bíl hans voru í bílbelti. Þær hlutu minniháttar áverka. Innlent 15.9.2006 15:17 Eimskip eignast öll bréf í Kursiu Linija Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltríkjunum. Fyrir átti Eimskip 70 prósent í félaginu og á það nú öll bréf skipafélagsins. Heildarkaupverð nemur 8 milljónum evra eða tæpum 716 milljónum íslenskra króna. Viðskipti innlent 15.9.2006 15:20 Norðfjarðarvegur illfær vegna rigninga og blæðinga Vegna rigninga og mikilla blæðinga í slitlagi er Norðfjarðarvegur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar illfær og er vegfarendum bent að fara ekki veginn nema að brýna nauðsyn beri til. Innlent 15.9.2006 14:33 Eldur í þaki Varmárskóla Slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins eru nú staddir í Varmárskóla í Mosfellsdbæ þar sem eldur logar í þak skólans. Tveir dælubílar og einn körfubíll eru að störfum á svæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í rafmagnstöflu og var skólinn rýmdur um leið og ljóst var að eldur hafði komið upp. Innlent 15.9.2006 14:59 Breytingar á akstri um Vesturgötu Gerð hefur verið breyting á akstri um Vesturgötu í Reykjavík. Hún felur í sér að nú er einstefna til austurs frá gatnamótum Vesturgötu/Ægisgötu og að gatnamótum Vesturgötu/Garðastrætis. Á fyrrtöldu gatnamótunum er jafnframt stöðvunarskylda. Samkvæmt því skulu ökumenn sem fara um Vesturgötu nema staðar fyrir þá sem aka Ægisgötu. Innlent 15.9.2006 14:26 Herdís stefnir á annað sæti í Norðvesturkjödæmi Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknaflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi. Innlent 15.9.2006 14:06 SPRON hækkar óverðtryggða vexti SPRON tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 02,5 - 0,5 prósentustig. í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær. SPRON hækkar hins vegar ekki frekar en Glitnir og Landsbankinn vexti verðtryggðra íbúðalána, en bankarnir tveir hækkuðu óverðtryggða vexti sína í gær. Innlent 15.9.2006 13:43 Verkefni í vegagerð færð frá ríki til sveitarfélaga Vinna er hafin við það í samgönguráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ávarpi Sturlu Böðvarssonar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag. Innlent 15.9.2006 13:40 Milljarðar bætast við markaðsvirði Exista Fyrirtækið Exista var tekið til skráningar í Kauphöllinni í morgun. Þetta er stærsta nýskráning í Kauphöllinni en markaðsvirði félagsins var um 230 milljarðar. Milljarðar hafa bæst við markaðsvirðið fram að hádegi vegna gengishækkunar í fyrstu viðskiptum. Innlent 15.9.2006 12:42 Samið um menningarsamskipti við Kína Íslendingar og Kínverjar hafa samið um menningarsamkipti á árunum 2007-2010 sem meðal annars felast í skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Kína sem það gerðu fyrir hönd þjóða sinna en Þorgerður er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína. Innlent 15.9.2006 11:11 Nýr stjórnarfomaður Hjálparstofnunar kirkjunnar Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið kosinn stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Það var gert á aðalfundi stofnunarinnar þann 11. september. Auk hans voru Sigríður Lister hjúkrunarfræðingur og Gunnar Sigurðsson kerfisfræðingur kosin í stjórn stofnunarinnar. Innlent 15.9.2006 11:22 Exista upp um 7 prósent Fyrstu viðskipti með bréf í Exista í Kauphöll Íslands voru við opnun markaðarins í morgun. Gengi bréfa í félaginu var 23 krónur á hlut í morgun en það er 7 prósentum hærra en verð á hlut í útboði með bréfin í upphafi vikunnar. Gengið hefur lækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Viðskipti innlent 15.9.2006 11:17 330 milljónir til byggingar reiðhalla Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað 330 milljónum króna í styrki til að byggja reiðhallir, reiðskemmur og reiðskála víða um land. Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra sá um að úthluta styrkjunum en alls barst fjörutíu og ein umsókn en úthlutað var styrkjum til byggingar 28 reiðhúsa víðs vegar um landið. Innlent 15.9.2006 10:12 Bjóða sig fram í stjórn Heimdallar Hópur ungs fólks hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, frambjóðanda til formennsku í Heimdalli. Í tilkynningu frá hópnum segir að hann sé skipaður öflugu hugsjónafólki, sem vilji auka veg Heimdallar og virkja ungt fólk til starfa innan félagsins. Innlent 15.9.2006 09:59 Landsframleiðsla vex um 2,75 prósent Landsframleiðsla á öðrum árfjórðungi þessa árs óx um 2,75 prósent að raungildi frá sama tíma í fyrra en hins vegar jukust þjóðarútgjöld um sjö prósent. Þetta leiða nýjar tölu Hagstofunnar í ljós. Innlent 15.9.2006 09:31 Exista skráð í Kauphöllina Fjármálafyrirtækið Exista hf. var skráð á aðallista Kauphallarinnar nú klukkan tíu þegar markaðir opnuðu. Þetta er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina. Nemur virði félagsins miðað við útboðsgengi um 230 milljörðum króna við skráningu. Innlent 15.9.2006 09:48 Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd. Viðskipti innlent 15.9.2006 09:09 Bensínverð lækkar Olíufélagið Esso og Atlantsolía lækkuðu verð á bensíni í dag. Esso lækkaði verð á bensínlítra um fjórar krónur og díselolía lækkaði um tvær krónur. Atlantsolía hefur lækkað verð á bensín og díelolíu þrisvar sinnum síðasta einn og hálfan sólarhring. Lækkanirnar nema samtals fimm krónum á bensíni og tveimur krónum á díselolíu. Handhafar dælulykla fá auk þess krónu í afslátt á hvern bensínlíterinn. Bæði olíufélögin segja verðlækkanir koma til vegna hagstæðrar þróunar á heimsmarkaðsverði og styrkingu krónunnar. Innlent 14.9.2006 21:25 Bensínverð nú það sama og í maí Olíufélagið ESSO ákvað í dag að lækka verð á eldsneyti umtalsvert. Lítrinn af bensíni lækkar um 4 krónur um land allt og lítrinn af díselolíu lækkar um 2 krónur um land allt. Þessi lækkun byggir á væntingum Olíufélagins Esso um að á næstu vikum verði markaðir tiltölulega stöðugir. Innlent 14.9.2006 20:58 Raunir ferðalangs Ökumaður, sem lagði bíl sínum í góðri trú í það sem hann taldi vera merkt langtímastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir farir sínar ekki sléttar eftir að bíll hans var dreginn burt af stæðinu og hann rukkaður um tæpar átján þúsund krónur. Að auki greiddi hann tólf þúsund krónur í leigubíl og rútuferð til og frá Keflavík vegna málsins. Innlent 14.9.2006 21:13 Meirihluti fylgjandi ESB aðild Meirihluti landsmanna vill láta reyna á inngöngu í Evrópusambandið og að hér verði tekin upp evra. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera um afstöðu landsmanna til Evrópumála. Innlent 14.9.2006 21:07 Sáttaleið fyrir unga afbrotamenn Frá og með fyrsta október geta afbrotamenn undir átján ára aldri átt von á að verða leiddir fyrir fórnarlömb sín. Dómsmálayfirvöld hafa ákveðið að prófa svokallaða sáttaleið í málefnum ungra glæpamanna, sem gefið hefur góða raun víða um heim. Innlent 14.9.2006 21:05 Lokahrina varnarviðræðna yfirstaðin Lokahrinu varnarviðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda var haldið áfram í dag í Washington og lauk rétt í þessu. Íslenka sendinefndin er á leiðinni heim og ekki fleiri fundir á döfinni segir aðstoðarmaður forsætisráðherra og neitar að tjá sig frekar. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að viðræðunum ljúki fyrir mánaðarmót. Innlent 14.9.2006 21:01 Liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílveltu Sautján ára drengur liggur liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu við bæinn Skipholt nálægt Flúðum síðastliðna nótt. Drengurinn kastaðist út úr bíl sínum og hlaut mikla höfuðáverka. Hann er í öndunarvél og er honum haldið sofandi. Tvær stúlkur, sem einnig voru í bílnum hlutu minniháttar áverka en þau voru öll flutt á slysadeild Landspítalans í nótt. Ekki er ljóst um tildrög slyssins en lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins. Innlent 14.9.2006 20:53 Fjórhjól eða ekki við hreindýraveiðar? Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs hjá Umhverfisstofnun bendir á að allur akstur veiðimanna utan vega sé bannaður. Skilja má annað eftir sýknudóm hreindýraskyttu. Innlent 14.9.2006 21:27 Buðu upp á fiskisúpu á Laugarveginum Það skapaðist heldur óvenjuleg stemming við Laugarveginn í dag þegar félagar í Klúbbi matreiðslumanna hófu að bjóða vegfarendum fiskisúpu. Innlent 14.9.2006 20:07 Lögreglan lagði hald á fíkniefni og skotvopn Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á fíkniefni, skotvopn og þýfi þegar húsleit var gerð á tveimur stöðum í Hafnarfirði í dag. Franklín Steiner, sem er þekktur í fíkniefnaheiminum, var handtekinn. Innlent 14.9.2006 19:18 « ‹ 247 248 249 250 251 252 253 254 255 … 334 ›
Síðustu þyrluvakt varnarliðslins lauk í morgun Síðustu vakt björgunarþyrlna Varnarliðsins á Miðnesheiði lauk í morgun. Þar með eru aðeins tvær björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar til taks ef á þarf að halda. Innlent 15.9.2006 15:44
13.500 heita betri hegðun í umferðinni Um 13.500 manns hafa skráð nafn sitt á heimasíðuna stopp.is sem Umferðstofa hefur sett á fót í tengslum við átak gegn umferðarslyum undir kjörorðingu "Nú segjum við stopp!". Innlent 15.9.2006 15:09
Magna fagnað í Smáralind á sunnudag Magni Ásgeirsson mun spila á ný með hljómsveit sinni Á móti sól á viðburði sem Skjárinn hefur skipulagt til heiðurs honum í Smáralind á sunnudag. Söngvarinn knái, sem vakið hefur þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþættinum Rockstar:Supernova, kemur heim á sunnudaginn og mun þjóðin þá taka á móti honum í Vetrargarði Smáralindar klukkan 16. Innlent 15.9.2006 15:22
Líðan drengsins óbreytt Líðan drengsins, sem slasaðist alvarlega þegar hann velti bíl sínum við bæinn Skipholt nálægt Flúðum aðfaranótt fimmtudags, er óbreytt. Honum er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi virðist sem ofsaakstur hafi ollið slysinu en ummerki á vettvangi bentu til þess. Drengurinn var ekki í bílbelti en stúlkurnar tvær sem voru farþegar í bíl hans voru í bílbelti. Þær hlutu minniháttar áverka. Innlent 15.9.2006 15:17
Eimskip eignast öll bréf í Kursiu Linija Eimskip hefur gengið frá kaupum á 30 prósenta hlut í Kursiu Linija, einu stærsta skipafélagi í Eystrasaltríkjunum. Fyrir átti Eimskip 70 prósent í félaginu og á það nú öll bréf skipafélagsins. Heildarkaupverð nemur 8 milljónum evra eða tæpum 716 milljónum íslenskra króna. Viðskipti innlent 15.9.2006 15:20
Norðfjarðarvegur illfær vegna rigninga og blæðinga Vegna rigninga og mikilla blæðinga í slitlagi er Norðfjarðarvegur milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar illfær og er vegfarendum bent að fara ekki veginn nema að brýna nauðsyn beri til. Innlent 15.9.2006 14:33
Eldur í þaki Varmárskóla Slökkviliðsmenn frá slökkviliði höfuðborgasvæðisins eru nú staddir í Varmárskóla í Mosfellsdbæ þar sem eldur logar í þak skólans. Tveir dælubílar og einn körfubíll eru að störfum á svæðinu. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá bilun í rafmagnstöflu og var skólinn rýmdur um leið og ljóst var að eldur hafði komið upp. Innlent 15.9.2006 14:59
Breytingar á akstri um Vesturgötu Gerð hefur verið breyting á akstri um Vesturgötu í Reykjavík. Hún felur í sér að nú er einstefna til austurs frá gatnamótum Vesturgötu/Ægisgötu og að gatnamótum Vesturgötu/Garðastrætis. Á fyrrtöldu gatnamótunum er jafnframt stöðvunarskylda. Samkvæmt því skulu ökumenn sem fara um Vesturgötu nema staðar fyrir þá sem aka Ægisgötu. Innlent 15.9.2006 14:26
Herdís stefnir á annað sæti í Norðvesturkjödæmi Herdís Sæmundardóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknaflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herdísi. Innlent 15.9.2006 14:06
SPRON hækkar óverðtryggða vexti SPRON tilkynnti í dag að fyrirtækið myndi hækka vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 02,5 - 0,5 prósentustig. í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í gær. SPRON hækkar hins vegar ekki frekar en Glitnir og Landsbankinn vexti verðtryggðra íbúðalána, en bankarnir tveir hækkuðu óverðtryggða vexti sína í gær. Innlent 15.9.2006 13:43
Verkefni í vegagerð færð frá ríki til sveitarfélaga Vinna er hafin við það í samgönguráðuneytinu að færa ákveðin verkefni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Þetta kom fram í ávarpi Sturlu Böðvarssonar á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í Grundarfirði í dag. Innlent 15.9.2006 13:40
Milljarðar bætast við markaðsvirði Exista Fyrirtækið Exista var tekið til skráningar í Kauphöllinni í morgun. Þetta er stærsta nýskráning í Kauphöllinni en markaðsvirði félagsins var um 230 milljarðar. Milljarðar hafa bæst við markaðsvirðið fram að hádegi vegna gengishækkunar í fyrstu viðskiptum. Innlent 15.9.2006 12:42
Samið um menningarsamskipti við Kína Íslendingar og Kínverjar hafa samið um menningarsamkipti á árunum 2007-2010 sem meðal annars felast í skiptiheimsóknum listamanna og stjórnenda á listasviðinu. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og menningarmálaráðherra Kína sem það gerðu fyrir hönd þjóða sinna en Þorgerður er nú stödd í opinberri heimsókn í Kína. Innlent 15.9.2006 11:11
Nýr stjórnarfomaður Hjálparstofnunar kirkjunnar Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins, hefur verið kosinn stjórnarformaður Hjálparstarfs kirkjunnar. Það var gert á aðalfundi stofnunarinnar þann 11. september. Auk hans voru Sigríður Lister hjúkrunarfræðingur og Gunnar Sigurðsson kerfisfræðingur kosin í stjórn stofnunarinnar. Innlent 15.9.2006 11:22
Exista upp um 7 prósent Fyrstu viðskipti með bréf í Exista í Kauphöll Íslands voru við opnun markaðarins í morgun. Gengi bréfa í félaginu var 23 krónur á hlut í morgun en það er 7 prósentum hærra en verð á hlut í útboði með bréfin í upphafi vikunnar. Gengið hefur lækkað lítillega eftir því sem liðið hefur á daginn. Viðskipti innlent 15.9.2006 11:17
330 milljónir til byggingar reiðhalla Landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað 330 milljónum króna í styrki til að byggja reiðhallir, reiðskemmur og reiðskála víða um land. Nefnd á vegum landbúnaðarráðherra sá um að úthluta styrkjunum en alls barst fjörutíu og ein umsókn en úthlutað var styrkjum til byggingar 28 reiðhúsa víðs vegar um landið. Innlent 15.9.2006 10:12
Bjóða sig fram í stjórn Heimdallar Hópur ungs fólks hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Heimdallar með Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, frambjóðanda til formennsku í Heimdalli. Í tilkynningu frá hópnum segir að hann sé skipaður öflugu hugsjónafólki, sem vilji auka veg Heimdallar og virkja ungt fólk til starfa innan félagsins. Innlent 15.9.2006 09:59
Landsframleiðsla vex um 2,75 prósent Landsframleiðsla á öðrum árfjórðungi þessa árs óx um 2,75 prósent að raungildi frá sama tíma í fyrra en hins vegar jukust þjóðarútgjöld um sjö prósent. Þetta leiða nýjar tölu Hagstofunnar í ljós. Innlent 15.9.2006 09:31
Exista skráð í Kauphöllina Fjármálafyrirtækið Exista hf. var skráð á aðallista Kauphallarinnar nú klukkan tíu þegar markaðir opnuðu. Þetta er stærsta nýskráning félags í Kauphöllina. Nemur virði félagsins miðað við útboðsgengi um 230 milljörðum króna við skráningu. Innlent 15.9.2006 09:48
Landsframleiðsla jókst um 2,75 prósent Landsframleiðsla er talin hafa vaxið um 2,75 prósent að raungildi á öðrum fjórðungi frá sama tíma í fyrra, samkvæmt Hagtíðindum Hagstofunnar, sem kom út í dag. Þar segir að þjóðarútgjöld hafi aukist talsvert meira eða um 7 prósent á sama tíma en jafn hægur vöxtur hefur ekki sést síðan á síðasta ársfjórðungi 2003. Leiddi það til áframhaldandi viðskiptahalla við útlönd. Viðskipti innlent 15.9.2006 09:09
Bensínverð lækkar Olíufélagið Esso og Atlantsolía lækkuðu verð á bensíni í dag. Esso lækkaði verð á bensínlítra um fjórar krónur og díselolía lækkaði um tvær krónur. Atlantsolía hefur lækkað verð á bensín og díelolíu þrisvar sinnum síðasta einn og hálfan sólarhring. Lækkanirnar nema samtals fimm krónum á bensíni og tveimur krónum á díselolíu. Handhafar dælulykla fá auk þess krónu í afslátt á hvern bensínlíterinn. Bæði olíufélögin segja verðlækkanir koma til vegna hagstæðrar þróunar á heimsmarkaðsverði og styrkingu krónunnar. Innlent 14.9.2006 21:25
Bensínverð nú það sama og í maí Olíufélagið ESSO ákvað í dag að lækka verð á eldsneyti umtalsvert. Lítrinn af bensíni lækkar um 4 krónur um land allt og lítrinn af díselolíu lækkar um 2 krónur um land allt. Þessi lækkun byggir á væntingum Olíufélagins Esso um að á næstu vikum verði markaðir tiltölulega stöðugir. Innlent 14.9.2006 20:58
Raunir ferðalangs Ökumaður, sem lagði bíl sínum í góðri trú í það sem hann taldi vera merkt langtímastæði við flugstöð Leifs Eiríkssonar, segir farir sínar ekki sléttar eftir að bíll hans var dreginn burt af stæðinu og hann rukkaður um tæpar átján þúsund krónur. Að auki greiddi hann tólf þúsund krónur í leigubíl og rútuferð til og frá Keflavík vegna málsins. Innlent 14.9.2006 21:13
Meirihluti fylgjandi ESB aðild Meirihluti landsmanna vill láta reyna á inngöngu í Evrópusambandið og að hér verði tekin upp evra. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera um afstöðu landsmanna til Evrópumála. Innlent 14.9.2006 21:07
Sáttaleið fyrir unga afbrotamenn Frá og með fyrsta október geta afbrotamenn undir átján ára aldri átt von á að verða leiddir fyrir fórnarlömb sín. Dómsmálayfirvöld hafa ákveðið að prófa svokallaða sáttaleið í málefnum ungra glæpamanna, sem gefið hefur góða raun víða um heim. Innlent 14.9.2006 21:05
Lokahrina varnarviðræðna yfirstaðin Lokahrinu varnarviðræðna íslenskra og bandarískra stjórnvalda var haldið áfram í dag í Washington og lauk rétt í þessu. Íslenka sendinefndin er á leiðinni heim og ekki fleiri fundir á döfinni segir aðstoðarmaður forsætisráðherra og neitar að tjá sig frekar. Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að viðræðunum ljúki fyrir mánaðarmót. Innlent 14.9.2006 21:01
Liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir bílveltu Sautján ára drengur liggur liggur þungt haldinn á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi eftir bílveltu við bæinn Skipholt nálægt Flúðum síðastliðna nótt. Drengurinn kastaðist út úr bíl sínum og hlaut mikla höfuðáverka. Hann er í öndunarvél og er honum haldið sofandi. Tvær stúlkur, sem einnig voru í bílnum hlutu minniháttar áverka en þau voru öll flutt á slysadeild Landspítalans í nótt. Ekki er ljóst um tildrög slyssins en lögreglan á Selfossi vinnur að rannsókn málsins. Innlent 14.9.2006 20:53
Fjórhjól eða ekki við hreindýraveiðar? Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs hjá Umhverfisstofnun bendir á að allur akstur veiðimanna utan vega sé bannaður. Skilja má annað eftir sýknudóm hreindýraskyttu. Innlent 14.9.2006 21:27
Buðu upp á fiskisúpu á Laugarveginum Það skapaðist heldur óvenjuleg stemming við Laugarveginn í dag þegar félagar í Klúbbi matreiðslumanna hófu að bjóða vegfarendum fiskisúpu. Innlent 14.9.2006 20:07
Lögreglan lagði hald á fíkniefni og skotvopn Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á fíkniefni, skotvopn og þýfi þegar húsleit var gerð á tveimur stöðum í Hafnarfirði í dag. Franklín Steiner, sem er þekktur í fíkniefnaheiminum, var handtekinn. Innlent 14.9.2006 19:18
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent