Innlent

Sáttaleið fyrir unga afbrotamenn

Frá og með fyrsta október geta afbrotamenn undir átján ára aldri átt von á að verða leiddir fyrir fórnarlömb sín. Dómsmálayfirvöld hafa ákveðið að prófa svokallaða sáttaleið í málefnum ungra glæpamanna, sem gefið hefur góða raun víða um heim.

Fréttastofan hefur undir höndum afbrotasögu einstaklings sem fyrst kom við sögu lögreglu aðeins níu ára gamall vegna heimilisofbeldis. Síðan hefur hann komist kast við lögin nærri fimmtíu sinnum þó að hann sé bara sautján ára gamall.

Fyrst var það hnupl og brot á útivistarreglum.... en leiðin er stutt yfir í innbrot, fíkniefnabrot og líkamsárásir.

Tengingin á milli afbrots ungmenna og afleiðinga gjörða þeirra er afar veik í kerfinu eins og það er nú, og oft getur liðið lengri tími frá afbroti þar til niðurstaða fæst. Þessu segja þeir sem til þekkja að verði að breyta.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×