Innlent

Meirihluti fylgjandi ESB aðild

Meirihluti landsmanna vill láta reyna á inngöngu í Evrópusambandið og að hér verði tekin upp evra. Þetta kemur fram í könnun sem Samtök iðnaðarins létu gera um afstöðu landsmanna til Evrópumála.

Í könnuninni kemur fram að um 46% vilja að Íslendingar gerist aðilar að ESB og álíka margir eða 47% að hér verði tekin upp evra. Stuðningur við aðild hefur ekki verið meiri síðan í byrjun árs 2002.

Þá taldi rúmlega helmingur eða 55% þeirra sem svöruðu að aðild að sambandinu hefði hagstæð áhrif á efnahag landsins en 31% að áhrifin yrðu óhagstæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×