Innlent Kaupir fyrir 400 milljónir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, keypti í gær hlutabréf í Dagsbrún fyrir fjögur hundruð milljónir króna. Innlent 4.10.2006 21:45 Aðgreining akstursstefna að leiðarljósi Stefnt er að miklum úrbótum á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Undirbúningur að stórfelldum framkvæmdum við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Eykur öryggi, segir Gísli Marteinn Baldursson. Innlent 4.10.2006 21:47 Trúnaði um öryggismál aflétt Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem aflétta þagnarskyldu opinberra starfsmanna á málum er varða öryggi Íslands á árunum 1945-1991. Lögin ná einnig til opinberra starfsmanna sem látið hafa af störfum. Innlent 4.10.2006 21:45 Skrifa undir styrktarsamning Kópavogsdeild Rauða krossins og BYKO undirrituðu í gær styrktarsamning vegna átaksins Byggjum betra samfélag. Samstarfið miðar að því að tryggja fjármagn fyrir nýtt verkefni sem ætlað er að stuðla að betra samfélagi án mismununar. Innlent 4.10.2006 21:45 Vilja kaupa sjúkrastöð Fimm þingmenn úr fjórum flokkum vilja að Íslendingar kaupi og reki færanlega sjúkrastöð í Palestínu og hafa flutt um það þingsályktunartillögu. Innlent 4.10.2006 21:44 Gefur kost á sér í 2. til 3. sæti Sigríður Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í 2. til 3. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Sigríður var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi á árunum 2001 til 2003. Hún starfar sem verkefnisstjóri Impru Nýsköpunarmiðstöð. Innlent 4.10.2006 21:45 Maður fastur í þvottahúsi Karlmaður í Vesturbænum þurfti að kalla á lögreglu seint gærkvöld eftir að hafa lent í hremmingum við þvott. Maðurinn greindi lögreglu frá því að hann hefði sett óhreint tau í vélina en það hafi ekki tekist betur til en svo að vélin fór að skoppa um með miklum látum og á endanum hafi hún skorðast við þvottahúsdyrnar. Innlent 4.10.2006 21:45 Brutust inn í tíu sumarhús Drengirnir tveir sem fóru ránshendi um landið fyrir nokkru síðan eru grunaðir um innbrot í allt að tíu bústaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Þeir eru einnig grunaðir um ýmis afbrot á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, á Húsavík og á Selfossi. Innlent 4.10.2006 21:45 Bíllinn skilinn eftir Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri hvetur nemendur og starfsfólk skólans til að nota aðra fararkosti en bílinn til að komast leiða sinna í dag. Þetta er gert í þeim tilgangi að benda á kosti þess að stunda nám á Akureyri þar sem samgöngur eru góðar og vegalengdirnar innanbæjar stuttar. Innlent 4.10.2006 21:46 Braust tvívegis inn um helgina Maður á tvítugsaldri var úrskurðaður í síbrotagæslu í eina viku af Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Hann hafði verið gripinn tvívegis við innbrot í Hafnarfirði um helgina og að sögn lögreglunnar þar á hann mörg önnur óafgreidd mál í þeirra umdæmi sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna gegn manninum eru auðgunarbrot en hann á að baki langan afbrotaferil þrátt fyrir ungan aldur. Innlent 4.10.2006 21:45 Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu. Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“ Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31 Færast nær yfirtöku á House of Fraser Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland. Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31 Ákærðir fyrir fíkniefnabrot Fíkniefnamál gegn tveimur mönnum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Öðrum manninum er gefið að sök að hafa haft í fórum sínum um 48 grömm af kannabisefnum, tæp 4 grömm af kókaíni og lítilræði af tóbaksblönduðu hassi. Innlent 4.10.2006 21:45 Róbert Marshall í framboð í Suðurkjördæmi Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS, sækist eftir 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. Innlent 4.10.2006 23:03 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið. Innlent 4.10.2006 22:44 Sigríður Anna ætlar að hætta Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991. Innlent 4.10.2006 22:24 Jón fram í Reykjavík Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld. Innlent 4.10.2006 22:09 Atlantsolía lækkar bensínverð Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni um eina krónu og fimmtíu aura. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 115 krónur og 90 aura og 114 krónur og 90 aura fyrir dælulyklahafa. Skipagasola lækkar einnig um 1 krónu og verð því 57 krónur og 50 aurar. Innlent 4.10.2006 20:11 Aðför að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Byggðaráð Langanesbyggðar mótmælir þeirri harkalegu því sem það kallar aðför stjórnvalda að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni sem felst meðal annars í áformum stjórnar Ratsjárstofnunar um að segja upp 5 af 8 starfsmönnum fyrirtækisins á Gunnólfsvíkurfjalli og bjóða hluta þeirra að starfa áfram hjá því í viðhaldsdeild þess á Miðnesheiði. Innlent 4.10.2006 20:05 Sýndamennska eða skýr skilaboð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið. Innlent 4.10.2006 19:54 Fær ekki að koma til Íslands í áratug Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin. Innlent 4.10.2006 19:01 Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. Innlent 4.10.2006 18:17 Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar. Innlent 4.10.2006 18:43 Segir rektor misnota sér aðstöðu sína Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Innlent 4.10.2006 18:38 Fær frjálsan aðgang að gögnum Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld. Innlent 4.10.2006 17:29 Alþjóðadagur kennara á morgun Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar. Innlent 4.10.2006 18:20 75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana. Innlent 4.10.2006 18:02 Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Innlent 4.10.2006 17:56 Forseti Íslands sækir Rannsóknarþing Norðursins í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sækir Rannsóknarþing Norðursins sem hefst í Oulu í Finnlandi á morgun. Tarja Halonen, forseti Finnlands, setur þingið árdegis og flytur forseti Íslands einnig ávarp við opnun þess. Innlent 4.10.2006 17:21 Þinghúsið verður bleikt Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni. Innlent 4.10.2006 17:06 « ‹ 216 217 218 219 220 221 222 223 224 … 334 ›
Kaupir fyrir 400 milljónir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, keypti í gær hlutabréf í Dagsbrún fyrir fjögur hundruð milljónir króna. Innlent 4.10.2006 21:45
Aðgreining akstursstefna að leiðarljósi Stefnt er að miklum úrbótum á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Undirbúningur að stórfelldum framkvæmdum við Vesturlandsveg og Suðurlandsveg hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Eykur öryggi, segir Gísli Marteinn Baldursson. Innlent 4.10.2006 21:47
Trúnaði um öryggismál aflétt Alþingi samþykkti í gærkvöldi lög sem aflétta þagnarskyldu opinberra starfsmanna á málum er varða öryggi Íslands á árunum 1945-1991. Lögin ná einnig til opinberra starfsmanna sem látið hafa af störfum. Innlent 4.10.2006 21:45
Skrifa undir styrktarsamning Kópavogsdeild Rauða krossins og BYKO undirrituðu í gær styrktarsamning vegna átaksins Byggjum betra samfélag. Samstarfið miðar að því að tryggja fjármagn fyrir nýtt verkefni sem ætlað er að stuðla að betra samfélagi án mismununar. Innlent 4.10.2006 21:45
Vilja kaupa sjúkrastöð Fimm þingmenn úr fjórum flokkum vilja að Íslendingar kaupi og reki færanlega sjúkrastöð í Palestínu og hafa flutt um það þingsályktunartillögu. Innlent 4.10.2006 21:44
Gefur kost á sér í 2. til 3. sæti Sigríður Ingvarsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram í 2. til 3. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Sigríður var þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi á árunum 2001 til 2003. Hún starfar sem verkefnisstjóri Impru Nýsköpunarmiðstöð. Innlent 4.10.2006 21:45
Maður fastur í þvottahúsi Karlmaður í Vesturbænum þurfti að kalla á lögreglu seint gærkvöld eftir að hafa lent í hremmingum við þvott. Maðurinn greindi lögreglu frá því að hann hefði sett óhreint tau í vélina en það hafi ekki tekist betur til en svo að vélin fór að skoppa um með miklum látum og á endanum hafi hún skorðast við þvottahúsdyrnar. Innlent 4.10.2006 21:45
Brutust inn í tíu sumarhús Drengirnir tveir sem fóru ránshendi um landið fyrir nokkru síðan eru grunaðir um innbrot í allt að tíu bústaði í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Þeir eru einnig grunaðir um ýmis afbrot á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu, á Húsavík og á Selfossi. Innlent 4.10.2006 21:45
Bíllinn skilinn eftir Félag stúdenta við Háskólann á Akureyri hvetur nemendur og starfsfólk skólans til að nota aðra fararkosti en bílinn til að komast leiða sinna í dag. Þetta er gert í þeim tilgangi að benda á kosti þess að stunda nám á Akureyri þar sem samgöngur eru góðar og vegalengdirnar innanbæjar stuttar. Innlent 4.10.2006 21:46
Braust tvívegis inn um helgina Maður á tvítugsaldri var úrskurðaður í síbrotagæslu í eina viku af Héraðsdómi Reykjaness á mánudag. Hann hafði verið gripinn tvívegis við innbrot í Hafnarfirði um helgina og að sögn lögreglunnar þar á hann mörg önnur óafgreidd mál í þeirra umdæmi sem og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Flest málanna gegn manninum eru auðgunarbrot en hann á að baki langan afbrotaferil þrátt fyrir ungan aldur. Innlent 4.10.2006 21:45
Starfsfólk Icelandair áhugasamt fyrir skráningu. Skráning Icelandair Group í Kauphöll Íslands og hlutafjársala til fjárfesta og starfsmanna leggst vel í Jón Karl Ólafsson, forstjóra félagsins. Jón Karl finnur fyrir miklum áhuga starfsmanna og telur að stór hluti þeirra muni taka þátt í verkefninu. „Það verður einnig jákvætt að fá inn breiðan hóp hluthafa sem stendur þá við bakið á fyrirtækinu og tekur það áfram inn í framtíðina.“ Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31
Færast nær yfirtöku á House of Fraser Fjárfestahópurinn Highland Acquisitions náði mikilvægum áfanga á leið sinni til yfirtöku á House of Fraser á þriðjudaginn. Þá lagði stór hluti eigenda HoF blessun sína yfir tillögu stjórnar um að samþykkja yfirtökutilboð frá Highland. Viðskipti innlent 4.10.2006 23:31
Ákærðir fyrir fíkniefnabrot Fíkniefnamál gegn tveimur mönnum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Öðrum manninum er gefið að sök að hafa haft í fórum sínum um 48 grömm af kannabisefnum, tæp 4 grömm af kókaíni og lítilræði af tóbaksblönduðu hassi. Innlent 4.10.2006 21:45
Róbert Marshall í framboð í Suðurkjördæmi Róbert Marshall, fyrrverandi forstöðumaður NFS, sækist eftir 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar næsta vor. Innlent 4.10.2006 23:03
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega. Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið. Innlent 4.10.2006 22:44
Sigríður Anna ætlar að hætta Sigríður Anna Þórðardóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi umhverfisráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í Alþingiskosningunum næsta vor. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í kvöld. Sigríður Anna hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 1991. Innlent 4.10.2006 22:24
Jón fram í Reykjavík Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar að bjóða sig fram í öðru hvoru Reykjavíkur kjördæmanna í Alþingiskosningunum í vor. Þetta tilkynnti hann á fundi á Grand hóteli í kvöld. Innlent 4.10.2006 22:09
Atlantsolía lækkar bensínverð Atlantsolía lækkaði í dag verð á bensíni um eina krónu og fimmtíu aura. Eftir lækkun kostar bensínlítrinn 115 krónur og 90 aura og 114 krónur og 90 aura fyrir dælulyklahafa. Skipagasola lækkar einnig um 1 krónu og verð því 57 krónur og 50 aurar. Innlent 4.10.2006 20:11
Aðför að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni Byggðaráð Langanesbyggðar mótmælir þeirri harkalegu því sem það kallar aðför stjórnvalda að þróun atvinnulífs á landsbyggðinni sem felst meðal annars í áformum stjórnar Ratsjárstofnunar um að segja upp 5 af 8 starfsmönnum fyrirtækisins á Gunnólfsvíkurfjalli og bjóða hluta þeirra að starfa áfram hjá því í viðhaldsdeild þess á Miðnesheiði. Innlent 4.10.2006 20:05
Sýndamennska eða skýr skilaboð Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir frestun ríkisstjórnarinnar á vegaframkvæmdum í sumar hafa verið sýndarmennsku. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, segir ríkisstjórnina hafa náð markmiði sínu strax í sumar með því að senda skýr skilaboð út í samfélagið. Innlent 4.10.2006 19:54
Fær ekki að koma til Íslands í áratug Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag úrskurð dómsmálaráðuneytis frá í apríl í fyrra um að Víetnömskum manni, sem nú er staddur í heimalandi sínu, verði vísað úr landi og bannað koma aftur til Íslands næstu 10 árin. Innlent 4.10.2006 19:01
Nýr banki hefur starfsemi á vordögum Nýr banki, Saga Fjárfestingarbanki, hefur starfsemi sína á vordögum með höfuðstöðvar á Akureyri. KB-banki missir fjóra lykilstarfsmenn til nýja bankans. Innlent 4.10.2006 18:17
Hitaveitan gæti verið skaðabótaskyld Hitaveita Hvalfjarðar gæti orðið skaðabótaskyld, komi í ljós að lokun hennar á rennsli Laxár í Leirarsveit um stund hafi valdið skaða í lífríki árinnar. Innlent 4.10.2006 18:43
Segir rektor misnota sér aðstöðu sína Þingmaður Frjálslynda flokksins gagnrýnir rektor Háskólans í Reykjavík fyrir að misnota sér stöðu sína í framboði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Innlent 4.10.2006 18:38
Fær frjálsan aðgang að gögnum Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í vor til að setja reglur um aðgang að opinberum gögnum um öryggismál, fær frjálsan aðgang að öllum gögnum í vörslu stjórnvalda sem snerta öryggismál landsins á árunum 1945 til 1991, samkvæmt frumvarpi sem kynnt var á Alþingi í kvöld. Innlent 4.10.2006 17:29
Alþjóðadagur kennara á morgun Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar. Innlent 4.10.2006 18:20
75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana. Innlent 4.10.2006 18:02
Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Innlent 4.10.2006 17:56
Forseti Íslands sækir Rannsóknarþing Norðursins í Finnlandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sækir Rannsóknarþing Norðursins sem hefst í Oulu í Finnlandi á morgun. Tarja Halonen, forseti Finnlands, setur þingið árdegis og flytur forseti Íslands einnig ávarp við opnun þess. Innlent 4.10.2006 17:21
Þinghúsið verður bleikt Alþingishúsið verður baðað bleiku ljósi í kvöld og næstu daga sem táknrænn stuðningur Alþingis og alþingismanna við baráttuna gegn brjóstakrabbameini. Kveikt verður á ljósunum kl. 20 í kvöld og verða forseti Alþingis og varaforsetar viðstaddir af því tilefni. Innlent 4.10.2006 17:06