Innlent

Eftirlitsnefnd sökuð um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum

Hátt í tugur mála, þar sem grunur leikur á að fasteignasalar hafi brotið gróflega á viðskiptavinum sínum, liggur óbættur hjá eftirlitsnefnd fasteignasala. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala sakar nefndina um að hylma yfir með óvönduðum fasteignasölum. Formaður nefndarinnar vísar gagnrýninni til föðurhúsanna. Hann kveðst hafa sterkan grun um að nefndin hafi ekki rannsakað þau eins og henni er skylt samkvæmt lögum. Þá sakar hann nefndina hylma yfir óvönduðum fasteignasölum í þeim tilvikum þar sem neytendur hafa kvartað en ekki fengið upplýsingar hvernig rannsókn hefur farið.

Þorsteinn Einarsson formaður nefndarinnar hafnar gagnrýni félagsins með öllu og vísar ásökuninni til föðurhúsanna. Hann segir þagnarskyldu gilda um störf nefndarinnar og upplýsingar um lyktir mála fari til dómsmálaráðuneytisins og til þeirra sem málið varða, þ.e. þá neytendur sem kvarta til nefndarinnar. Hann segir nefndina hafa fengið hátt á þriðja hundrað mála til afgreiðslu síðan hún var sett á laggirnar fyrir tveimur árum, hún hafi veitt þrjár áminningar og svipt einn fasteignasala starfsleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×