Innlent

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar veitt í dag

Ingunn Snædal, grunnskólakennari, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár en þau voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða í dag í sjöunda sinn. Verðlaunin hafa verið veitt annað hvert ár frá árinu 1994. Þau verða nú framvegis veitt árlega.

Alls bárust tæplega 50 handrit í keppnina þetta árið og að þessu sinni var besta verkið Guðlausir menn - Hugleiðingar um jökuvatn og ást, eftir Ingunni. Hún hefur áður gefið út eina ljóðabók, Á heiti malbiki, árið 1995.

Ingunn stundar nú meistaranám í Íslensku við Háskóla Íslands. Verðlaunabók Ingunnar kom út í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×