Innlent

Alþjóðadagur kennara á morgun

Alþjóðadagur kennara verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 löndum á morgun. Yfirskrift dagsina að þessu sinni er: Hæfir kennarar tryggja gæði menntunar.

Það var að forgöngu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, sem 5. október var sérstaklega helgaður kennurum.

40 ár eru í dag liðin frá því aðildarríki UNESCO og Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, gáfu út yfirlýsingu um sameiginlega sýn á stöðu kennara í heiminum óháð lagasetningu, reglugerðum og hefðum einstakra landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×