Innlent

75 milljónir næstu 3 árin til rannsókna

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, kynnti í dag skipulagsbreytingar á Verkefnasjóði sjávarútvegsins. Stofnuð verður ný deild innan hans um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sem mun veita styrki til einstaklingsverkefna og fyrirtækja sem og rannsóknar-, þróunar- og háskólastofnana.

Úthlutað verður til rannsóknar- og þróunarverkefna á lífríki sjávar umhverfis Ísland og efli til lengri tíma litið sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins og samkeppnishæfni sjávarútvegs.

Til deildarinnar rennar árlega í ár og næstu tvö ár 25 milljónir króna, samtals 75 milljóni, af fé í eigu Verkefnastjóðsins. Auglýst verður eftir umsóknum sem allir geta sótt um. Styrkir verða veittir til eins árs í senn og heimilt að veita framhaldsstyrk á grundvelli nýrrar umsóknar standist verkefnið kröfur um framvindu og gæði.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að markmiðið með stofnun deildar um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði sé að gefa fleirum, ekki síst þeim sem starfa utan Hafrannsóknastofnunarinnar, færi á að sækja um styrk til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins til að stunda hafrannsóknir, en sá hópur hafi haft mjög takmarkaðan aðgang að styrkjum til þessa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×