Verkföll 2019

Telur verkfallsaðgerðir hótelstarfsmanna hafa valdið gríðarlegu tekjutapi
Gistnóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um fjórtán prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Formaður fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að fækkun gistinátta megi fyrst og fremst rekja til boðaðra verkfallsaðgerða verkalýðsfélaga. Hótelin hafi orðið af gríðarlegum fjármunum.

Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga
Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári.

Iðnaðarmenn tilbúnir með áætlun varðandi verkföll
Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi.

Greip fram í fyrir Þorsteini og sagðist hafa leyst kjaradeiluna
Þorsteinn sakaði ríkisstjórnina um ásýndarstjórnmál á Alþingi í dag.

Hætta við að draga laun af starfsfólki sínu vegna verkfalla
Forsvarsmenn hótelkeðjunnar hafa hætt við að draga laun frá starfsfólki sínu vegna verkfalla.

Skýringar Icelandair hotels „yfirklór“ og standist enga skoðun
Stéttarfélagið Efling fordæmir harðlega ákvörðun Icelandair hotels að draga laun af starfsfólki vegna verkfalla sem það tók ekki þátt í.

Drógu laun af starfsmönnum vegna verkfallsaðgerða þó þeir væru ekki á vakt
Framkvæmdastjóri Eflingar segir félagsmenn miður sín.

Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága
Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund.

Hafnar því að Seðlabankanum sé stillt upp við vegg og fagnar mínútunum fjörutíu og fimm
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það af og frá að verið sé að stilla Seðlabanka Íslands upp við vegg þegar komi að forsendaákvæði nýs kjarasamnings vinnumarkaðs og atvinnurekenda.

Ekkert Pool-party í boði Katrínar
Tölvan dularfulla líklega í eigu einhvers innan Samtaka atvinnulífsins.

Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi
ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki.

Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði
Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum.

Handabönd, faðmlög og bros eftir margra vikna vinnu
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, stóð vaktina fram yfir miðnætti og myndaði atburðarásina í Borgartúni og Tjarnargötu í gærkvöldi.

Himinn og haf milli túlkunar ASÍ og Eflingar á styttingu vinnuvikunnar
Vinnutímabreytingin ýmist sögð sögulega mikil eða minniháttar.

„Áhugaverðast og ánægjulegast“ að laun hækki með hagvexti
Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs.

Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans
Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði, segir Þorsteinn Víglundsson.

Verði betra að búa á Íslandi með algjöru afnámi verðtryggingarinnar
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til takmarkanna á verðtryggingunni fyrstu skref í átt að algjöru afnámi hennar.

17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið
Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma.

Kynna nýja tegund af húsnæðislánum á föstudag
Stjórnvöld ætla að kynna svokölluð hlutdeildarlán á næstunni. Um er að ræða nýja tegund af húsnæðislánum sem er hugsuð fyrir tekjulága.

Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar
Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár.

Bein útsending: Lífskjarasamningurinn kynntur
Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 22:30 í kvöld, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Kjarasamningar undirritaðir
Kjarasamningar um þrjátíu stéttarfélaga og SA voru undirritaðir í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 22:20 í kvöld.

Undirritun samninga dregst á langinn
Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld.

Vilja ekki fara sér óðslega
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ástæðan fyrir þeim töfum sem hafa orðið á undirritun kjarasamninga sé sú að samningagerðin sé tímafrek vinna. Fólk vilji ekki fara sér óðslega. Það sé sérstaklega mikilvægt að vanda til verka í orðalagi samningsins.

Engin leið að segja hvenær skrifað verður undir
Dregist hefur um tvær klukkustundir að skrifa undir kjarasamninga í húsakynnum Ríkissáttasemjara við Borgartún. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær skrifað verði undir.

Engar vöflur þrátt fyrir engar vöfflur
Þetta er bara á allra allra allra allra síðustu metrunum. Við erum langt komin með að klára þetta núna. Ég reikna fastlega með því að hér hefjist undirritun von bráðar, segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Vaktin: Skrifað undir kjarasamninga í Karphúsinu
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna síðdegis í dag.

Skrifa undir samninginn síðdegis
Til stendur að skrifa undir kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins við nítján félög innan Starfsgreinasambandsins, VR og önnur félög innan Landssambands verslunarmanna í dag.

Verkalýðshreyfingin bað um frest til að komast lengra í viðræðum
Sameiginlegum fundi vinnumarkaðar og stjórnvalda frestað.

Ræða verðtryggingu, vexti og skatta
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar.