Iðnaðarmenn tilbúnir með áætlun varðandi verkföll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Næsta vika mun ráða úrslitum varðandi það hvort iðnaðarmenn fara í verkfallsaðgerðir eða hvort að kjaraviðræður þeirra og Samtaka atvinnulífsins fara að skila nýjum kjarasamningi. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmanna, í samtali við Vísi. „Við áttum fund með SA í morgun. Það svo sem gerðist ekkert mjög margt á þeim fundi, ekkert sem maður getur ekki fest hönd á í raun og veru. Það var ákveðið að funda aftur strax eftir páska og festa formlegan fund á miðvikudaginn. Þá munum við reyna til þrautar að sjá hversu langt við komumst í að gera kjarasamning á þeim tímapunkti, og munum nota næstu viku í það, og ef það fer ekki að skila árangri þá munum við undirbúa einhver önnur skref, aðgerðir eða eitthvað slíkt,“ segir Kristján. Hann kveðst lítið geta sagt um það sem verið sé að ræða við samningaborðið þegar hann spurður að því hvort iðnaðarmenn fari fram á hærri krónutöluhækkanir en SGS og VR sömdu til dæmis um við SA. „Við erum að ræða málin heildstætt og leita allra leiða til að koma samningum saman.“ Spurður nánar út í möguleg verkföll segir Kristján að iðnaðarmenn séu með áætlun varðandi það sem unnið sé út frá. Það hafi hins vegar ekki verið gert opinbert. „Við erum með átakahóp í gangi sem er búinn að vera að skipuleggja og leggja ákveðnar línur fyrir okkur. Ef viðræður ganga ekki þannig að maður nær samningi þá eðli máls samkvæmt mun þurfa að enda á einhverjum verkföllum eða slíku. Það er búið að teikna upp plan og menn eru að vinna út frá því en það hefur ekki verið gert opinbert.“ En næsta mun þá ráða úrslitum varðandi það hvernig þetta fer hjá ykkur? Það er tímaramminn sem unnið er eftir? „Já, það er bara svolítið þannig sem staðan er. Næsta vika mun verða viðburðarík, geri ég ráð fyrir. Það mun eitthvað skýrast.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Segir lítið að gerast í kjaradeilu iðnaðarmanna og SA Samningafundur var í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins fyrir hádegi í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. 15. apríl 2019 16:28