17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 00:26 Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira