Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 12:57 Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. BSRB Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál. Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Nýundirritaðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum slá tóninn fyrir það sem koma skal í samningum hjá hinu opinbera. Formaður BSRB segir þau gera svipaðar kröfur um launahækkanir og gengu í gegn á almenna markaðnum. Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. Eins og kunnugt er voru róttækar breytingar í gerð samninga að þessu sinni milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og Félags verslunarmanna hins vegar. Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir nýju kjarasamningana fela í sér bætt lífskjör fyrir fólkið í landinu. Þetta séu stór tímamót á vinnumarkaði. Samningaviðræður séu hafnar hjá þeim og nú muni þunginn aukast og horft til samninga á almenna vinnumarkaðnum. „Þetta rýmar mjög við stefnu BSRB. Megin áherslurnar okkar, hjá aðildarfélögunum, eru að tryggja það að þeir sem hafa minnst á milli handanna geti lifað á laununum sínum og styttingu vinnuvikunnar,“ segir hún. Getur opinberi markaðurinn farið í svipaðar launahækkanir? „Það verður auðvitað aldrei þannig að samið er um lægri laun á opinberum vinnumarkaði en almennum. Þannig að við gerum fastlega ráð fyrir því já,“ segir hún um kröfur sinna aðildarfélaga.Leiðin er bein og greið gæti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að segja fundargestum í Ráðherrabústaðnum í gærkvöldi þar sem Lífskjarasamningur 2019-2022 var kynntur.Vísir/VilhelmSamningar um launaliðinn slá tóninn Hún segir nokkra samningafundi hafa átt sér stað, en nú séu komnar forsendur til að setja aukna hörku í að samningar náist. „Það hefur hins vegar verið lögðáhersla á að klára þetta hratt og vel og að samningur taki við af samningi. Það tókst ekki íþetta sinn en núna verður lagður aukinn þungi í viðræðurnar.“ Hún segir það auðvitað slá tóninn hvernig launaliðurinn er í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. „Það hefur áhrif á viðræðurnar hjá okkur,“ segir hún. Í yfirlýsingu sem BSRB sendi frá sér upp úr hádegi segir að bandalagið hafi tekið þátt í umræðu við stjórnvöld upp á síðkastið. Í þeim samningum sem undirritaðir voru í gær sé bersýnlegt að tekið hafi verið tillit til áherslna BSRB. „Við fögnum því auðvitað að tekið sé tillit til þeirra sjónarmiða sem BSRB hefur haldið á lofti í samtalinu við stjórnvöld vegna kjarasamninga á almenna markaðinum. Það er þó alveg skýrt í okkar huga að samtalið verður að halda áfram samhliða okkar kjarasamningsgerð,“ segir Sonja. Þar kemur einnig fram að það sé fagnaðarefni að fæðingarorlofið verði lengt úr 9 mánuðum í 12 eins og BSRB hafi barist fyrir árum saman. Einnig að framlög til að stuðla að uppbyggingu íbúðafélaga líkt og Bjargs, íbúðafélags ASÍ og BSRB, verði aukin og unnið verði út frá tillögum átakshóps um húsnæðismál.
Húsnæðismál Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira