„Áhugaverðast og ánægjulegast“ að laun hækki með hagvexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 11:15 Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54