„Áhugaverðast og ánægjulegast“ að laun hækki með hagvexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2019 11:15 Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur Viðskiptaráðs. Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Nýsamþakktir kjarasamningar gefa um margt góð fyrirheit að mati Konráðs S. Guðjónssonar, hagfræðings Viðskiptaráðs. Þeir líti hreint „ágætlega út,“ ekki síst vegna þeirra nýmæla sem þar er að finna og hinnar „ótrúlega góðu“ grunnhugmyndar sem þær hvíla á. Þá sé að sama skapi „mjög gott“ að samningarnir séu til fjögurra ára; það hjálpi „fyrirtækjum, fjárfestum og heimilum að skipuleggja fram í tímann“ að sögn Konráðs. Í samtali við Brennsluna í morgun sagði hann þó að það sem væri kannski hvað „áhugaverðast og ánægjulegast“ við hina nýju samninga væri „beina tengingin við hagvöxt.“ Þar vísar Konráð til þess sem kallað var „hagvaxtarauki“ í kynningu gærkvöldsins, sem á að tryggja „að hlutur launafólks í verðmætasköpuninni“ haldist stöðugur. Í stuttu máli: Með samningunum munu laun hækka eftir því sem hagvöxtur eykst.Í töflunni hér til hliðar má sjá hvernig þessar hækkanir gætu litið út. Mælist hagvöxturinn 1% á mann mun hagvaxtarlaunaviðbótin nema 3 þúsund krónum á mánuði en 13 þúsund krónum ef hagvöxturinn er 3 prósent. Þessar hækkanir munu því leggjast ofan á þá hækkun sem samið var um á samningstímanum, sem t.d. nemur um 90 þúsund krónum fyrir þá tekjulægstu. „Þannig að ef það gengur vel hjá okkur þá mun það renna beint í vasann til þeirra sem eru á þessum samningi,“ segir Konráð en bætir við að það verði þó ekki að „fullu leyti.“ „Þetta hefur aldrei sést áður í nokkrum kjarasamningum á Íslandi, svo ég viti til, en grunnhugmyndin að þessu er náttúrulega ótrúlega góð.“ Það sé ekki síst vegna þess, að mati Konráðs, að þessi hækkun sé beintengd við verðmætasköpun í landinu. Hagvöxtur sé mælikvarði á hana - „og ef hún er meiri þá er meira til. Þá er hægt að hækka launin meira.“ Því segir Konráð að það verði athyglisvert að fylgjast með því hvernig „þessi tilraun“ mun þróast. Viðtalið við Konráð S. Guðjónsson má heyra hér að neðan, en það hefst eftir um 2 klukkustundir og 15 mínútur.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir 17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. 4. apríl 2019 00:26
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54