Ræða verðtryggingu, vexti og skatta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. apríl 2019 15:56 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið. Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Það ræðst á næstu klukkustundum hvort skrifað verði undir kjarasamninga í dag. Að öðrum kosti gætu viðræður dregist næstu tvo til þrjá daga. Stóru atriðin sem rætt er um í dag eru vextir og verðtrygging annars vegar og skattamál hins vegar. Um fjórtán klukkustunda löngum samningafundi VR, Eflingar og samflots fjögurra annarra stéttarfélaga var slitið eftir miðnætti í nótt þegar gengið var frá yfirlýsingu um meginlínur kjarasamninga sem ætlað er að gilda til 1. nóvember 2022. Samkomulagið nær til Samtaka atvinnulífsins og félaga verslunarmanna auk allra nítján félaga Starfsgreinasambandsins. Þeirra á meðal er fyrrnefnt samflot VR, Eflingar, VLFA, VLFG, Framsýnar og LÍV, sem fundað hefur stíft hjá ríkissáttasemjara síðustu daga. Samkomulagið var þó gert með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda. Fundur hófst að nýju í morgun og hafa fulltrúar stjórnvalda fundað með deiluaðilum í dag. Á öðrum tímanum í dag sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að samningurinn væri ásættanlegur „Það er verið að tala um krónutöluhækkanir en það er svo margt annað inni í samningnum sem bæði hefur ekki verið gert áður og mun líka tryggja öruggar kaupmáttarkrónur fyrir okkar félagsmenn. Við erum að horfa á mögulegar vaxtalækkanir og síðan aðgerðarpakka frá stjórnvöldum," segir Ragnar.WOW hafði áhrif „Við erum því að tala um gríðarlega umfangsmikinn og flókinn kjarasamning sem er jafnframt mjög ásættanlegur miðað við þá stöðu sem hefur verið að koma upp í þjóðfélaginu undanfarið." Gjaldþrot WOW air hafi haft áhrif á viðræðurnar. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða miðað við hvernig spilast hefur úr málefnum stórs fyrirtækis og sömuleiðis þessum hörmulegu uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið."Var það til þess að þið dróguð eitthvað í land með ykkar kröfur?„Jú, það er kannski hægt að segja að við höfum dregið í land með hluta en skerptum á öðrum kröfum."Fundað hefur verið stíft í Karphúsinu undanfarnar vikur.Vísir/vilhelm„Annars verður enginn samningur" Þetta velti þó allt á því að stjórnvöld komi að borðinu. „Annars verður enginn samningur," segir Ragnar. Hann segir stjórnvöld hafa sýnt mikinn samstarfsvilja hingað til. Enn vanti þó nokkuð upp á. „Það vantar aðeins upp á tvö stór mál sem við þurfum að klára ef þetta á að takast. Ég held að það sé til of mikils að vinna fyrir alla aðila, til að þessu verði leyft að fara í vaskinn á þessu stigi. Þannig ég leyfi mér að vera bjartsýnn, en þó hóflega bjartsýnn," segir Ragnar. Tvö stóru málin snúa annars vegar að vöxtum og verðtryggingu og hins vegar að skattamálum, að sögn Ragnars. Varðandi skattamálin er verið að ræða frekari útfærslur á þeim skattalækkunartillögum sem ríkisstjórnin kynnti í síðasta mánuði og hvort eitthvað frekara svigrúm sé til staðar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er einnig verið að ræða um mögulegar breytingar á verðtryggingu og hafa fulltrúar Seðlabanka Íslands verið fengnir að borðinu til þess að fara yfir vaxtaumhverfið.
Kjaramál Skattar Verkföll 2019 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent