Vinnumarkaður

Fréttamynd

800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi

Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda

Innlent
Fréttamynd

Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum

Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum

Innlent
Fréttamynd

Refsum at­vinnu­rek­endum sem brjóta sannan­lega á starfs­fólki sínu

Á Íslandi er staðan sú að atvinnurekendur sem brjóta á starfsfólki sínu þurfa ekki greiða neina sekt fyrir það. Jafnvel ef stéttarfélag starfsfólksins blandar sér í málið, og hægt er að sanna að um miskunnarlausan launaþjófnað sé að ræða, þarf atvinnurekandinn ekki að greiða neitt umfram vangoldnu launin og það án dráttarvaxta.

Skoðun
Fréttamynd

„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“

Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað.

Innlent
Fréttamynd

Máttu reka hjúkrunar­fræðing sem neitaði hrað­prófi

Heilbrigðisfyrirtæki var heimilt að rifta ráðningarsamningi skurðhjúkrunarfræðings sem neitaði að gangast undir hraðpróf þegar ómíkronafbrigði kórónuveirunnar blossaði fyrst upp árið 2021. Héraðsdómur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á samningi sínum við fyrirtækið.

Innlent
Fréttamynd

Vill gera Ísland meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga

Atvinnuleyfi verða bundin við einstaklinga en ekki fyrirtæki ef tillögur forsætisráðherra verða að veruleika. Stjórnsýslan verður einfölduð, reglur um dvalarleyfi verða rýmkaðar og spálíkön gerð um mannaflaþörf í hinum ýmsu atvinnugreinum.

Innlent
Fréttamynd

Miðlunar­til­lagan sam­þykkt

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara sem lögð var fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) var samþykkt. 98,5 prósent aðildarfélaga SA og 85 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hjá Eflingu samþykktu tillöguna. Kjörsókn hjá meðlimum SA var 81 prósent en hjá Eflingu tæp 23 prósent.

Innlent
Fréttamynd

At­kvæða­greiðslu um miðlunar­til­lögu að ljúka

Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu Ástráðs Haraldssonar, setts ríkissáttasemjara, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins lýkur klukkan 10 í dag. Reikna má með að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verði kynnt fljótlega eftir að atkvæðagreiðslu lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Sköpum með­vind fyrir konur

Hér á landi eru nær allar konur útivinnandi en um þriðjungur þeirra er í hlutastarfi því þær bera enn meginábyrgðina á börnum, öldruðum eða veikum ættingjum og heimilinu. Konur eru enn lengur frá vinnumarkaði en karlar eftir að hafa eignast börn því að þrátt fyrir að fæðingarorlof sé orðið 12 mánuðir er ekki búið að tryggja jafna skiptingu milli foreldra né tekur leikskóli við börnunum strax að því loknu.

Skoðun
Fréttamynd

Öllum starfs­mönnum List­dans­skóla Ís­lands sagt upp

Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur.

Innlent
Fréttamynd

Helmingur vinnu­afls starfar eftir virku jafn­launa­kerfi

Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis.

Skoðun
Fréttamynd

Enn efnt til mót­mæla vegna hækkunar eftir­launa­aldursins

Yfirvöld í Frakklandi undirbúa sig nú undir fjöldamótmæli og umfangsmiklar samgönguraskanir en starfsmenn í lestar- og flugsamgöngum hefja verkföll í dag. Boðað var til aðgerðanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að hækka eftirlaunaldurinn úr 62 í 64 ár.

Erlent
Fréttamynd

Dómurinn al­gjört ippon fyrir SA

Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Verkbannið löglega boðað

Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar

Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun.

Innlent
Fréttamynd

Að hefta rétt til að sækja vinnu

Ólíkt því sem víðast er í lýðræðisríkjum þá er flestum launþegum hérlendis í raun skylt að eiga aðild að stéttarfélagi, hvort sem þeir kjósa það eður ei. Þetta er skýrt brot á félagafrelsi samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu, en menn hafa farið fram hjá félagafrelsinu hérlendis með klækjabrögðum.

Umræðan
Fréttamynd

Ástráður ávítar Stefán Ólafsson fyrir trúnaðarbrot

Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari gagnrýnir Stefán Ólafsson samninganefndarmann Eflingar harðlega fyrir trúnaðarbrot í tengslum við kjaraviðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins. Hann segir opinber ummæli Stefáns geta sett viðræðurnar „út af teinunum."

Innlent
Fréttamynd

Segir fimm klukku­stunda fund hafa strandað á þúsund­kalli

Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og lífskjararannsóknum hjá Eflingu, er hugsi eftir að viðræður Eflingar og Samtaka atvinnulífsins um lausn í kjaradeilu sigldi í strand. Á honum er að skilja að samningaviðræður hafi strandað á eitt þúsund króna launahækkun til félagsmanna Eflingar.

Innlent