Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2024 07:54 Lögregla hefur sagt tugi hafa stöðu brotaþola í mansalsanga málsins. Starfsfólk Vy-þrifa hljóp á brott við matvælalager í Sóltúni í september þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti í óvænta heimsókn. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“ Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira