Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 11:11 Landsréttur sýknaði ríkið í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira