Framlínufólkið hjá Icelandair Andrea Rut Pálsdóttir skrifar 12. mars 2024 14:01 Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun