Akureyri

Fréttamynd

Gengið „hægt en örugglega“ að ná Sóley að landi

Það er lyginni líkast hve vel hefur gengið að ná rækjutogaranum Sóley Sigurjóns GK200, frá Garði, að landi á Akureyri samkvæmt Finni Sigurbjörnssyni, skipstjóra á Múlabergi, en áhöfn skipsins tók Sóleyju í tog eftir að eldur kom upp þar um borð á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Innlent
Fréttamynd

Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld

Skólaráð Brekkuskóla telur kennsluaðstæður í íþróttum lélegar þar sem bærinn setji menntaskólanemendur í íþróttir á sama tíma. Frístundaráð Akureyrarbæjar svaraði skólanum fullum hálsi og telur erindið fráleitt.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt í hnífstungumáli

Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum

Háþróaður búnaður Vaðlaheiðarganga sem les af númeraplötum bifreiða á í vandræðum með að lesa af gömlum svörtum númeraplötum. Ekki loku fyrir það skotið að slíkir bílar fari í gegn án þess að vera rukkaðir fyrir ferðina.

Innlent
Fréttamynd

Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum

Karlmaður á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að hafa veist að ljós- mæðrum á vakt og krafist morfíns. Jafn alvarlegt að ráðast á ljósmæður á vakt og lögreglumenn við skyldustörf.

Innlent
Fréttamynd

Pálmi Gunnarsson bæjarlistamaður Akureyrar

Í gær var tilkynnt á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2019-2020 og varð tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Pálmi Gunnarsson þess heiðurs aðnjótandi.

Menning
Fréttamynd

Matjurtagarðar Akureyrar verðlaunaðir

Þá fékk Grétar Jóhann Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans heiðusverðlaun garðyrkjunnar en hann er fæddur á Reykjum í Ölfusi 5. nóvember 1941. Unnsteinn Ólafsson, faðir Grétars var fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskólans þegar hann var stofnaður 1939. Grétar tók við starfinu af föður sínum og var skólastjóri skólans í 32 ár.

Innlent
Fréttamynd

Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður

Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði.

Innlent
Fréttamynd

Strokufangi náðist á hlaupum frá fangelsinu á Akureyri

Fangi í fangelsinu á Akureyri gerði fyrr í dag tilraun til að strjúka. Fanginn komst út úr fangelsinu en var hlaupinn uppi af vöskum fangaverði. Um er að ræða fyrsta strokið af lokuðu fangelsi frá árinu 2012 þegar Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni skömmu fyrir jól.

Innlent