Ætluðu bara að opna matarvagn en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2020 11:00 Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin opnuðu veitingastaðinn Mosa á dögunum. Mynd/Aðsend Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. Þau ætluðu sér í fyrstu aðeins að opna matarvagn, en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal. Matarvagninn Mosi Streetfood var opnaður í byrjun mánaðar við Torfunefsbryggju, rétt hjá Menningarhúsinu Hofi. Í samtali við Veitingageirinn sagði Ingi að áherslan væri á svokallaðan „streetfood“ með „fine dining infusion“. Vatt hratt upp á sig Flestir myndu ef til vill láta sér nægja að byrja með matarvagninn en eftir óvænt símtal fyrir nokkrum vikum bættu þau við sig veitingastað, á Hótel Akureyri í miðbæ Akureyrar. „Þetta vatt rosalega hratt upp á sig. Við kaupum matarvagninn í febrúar og vorum að vinna í að koma honum í gang. Þegar allt var klárt og við ætluðum að opna hann og þá heyra þau í okkur frá Hótel Akureyri,“ segir Ingi Þór í samtali við Vísi. Var þetta óvænt símtal? „Alveg mjög, þetta var ekkert á prjónunum hjá okkur að opna stað. Þetta átti bara að vera lítill krúttlegur vagn sem endaði í 40 sæta veitingastað,“ segir Ingi Þór. Þau tóku sér smá stund til að hugsa málið en ákváðu að slá til þar sem hugmyndin um að reka veitingastað á hótelinu væri heillandi. Ingi Þór og Nikolina í matarvagninum.Mynd/Aðsend Ingi Þór og Nikolina kynntust þegar þau unnu saman á veitingastað. Dalvíkingurinn Ingi Þór er matreiðslumaður að mennt og aðspurður af hverju Akureyri hafi orðið fyrir valinu segir hann að þeim hafi einfaldlega vantað eitthvað að gera eftir að hafa komið heim úr ferðalögum í desember. En eins og fyrr segir var í fyrstu aðeins pælingin að opna matarvagn, enda ekki mikið um þá á Akureyri. „Ég bjó fyrir sunnan meðan ég var í náminu og ég smitaðist af þessu,“ segir Ingi Þór en á undanförnum árum hefur þar sprottið upp blómstrandi matarvagnamenning. Sú menning hefur ekki borist til Akureyrar. „Það er ekkert að frétta í þessum málum hérna á Akureyri,“ segir Ingi Þór og því var ákveðið að opna matarvagninn, og svo veitingastaðinn líka. Maturinn á boðstólnum kemur víða að. „Konseptið er mjög vítt, við ferðuðumst rosalgea mikið og við erum að taka rétti sem okkur fannst góðir. Við erum með rétt á seðli núna frá Serbíu, Marókko, Mexíkó,“ segir Ingi Þór og bætir við að viðtökurnar hafi verið rosalega góðar frá því að matarvagninn opnaði, og ekki síðri eftir að veitingastaðurinn opnaði um helgina. „Eina vesenið var að það var ekki nóg af sætum,“ segir Ingi Þór. Matarvagninn er rétt hjá Hofi.Mynd/Aðsend Það vekur óneitanlega athygli að veitingastaðurinn er að opna í miðjum heimsfaraldri. ferðamenn, sem eru stór hluti af viðskiptavinum veitingastaða Akureyrar eru fáir á svæðinu og veitingastaður og hótel eru frekar að draga saman seglin í rekstrinum, fremur en að bæta í. „Ég er búinn að heyra frá nokkuð mörgum að við séum þokkalega djörf,“ segir Ingi Þór og hlær. Blaðamanni heyrist á honum að hann sé hvergi banginn, markmiðið nú sé að stíla á heimamenn og aðra Íslendinga, ferðamennirnir komi bara þegar þeir koma. „Það eru allir orðnir þreyttir á að hanga heima,“ segir Ingi Þór og reiknar með því að heimamenn séu þyrstir í að prófa eitthvað nýtt. Veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Akureyri, skammt frá Samkomuhúsinu.Mynd/Ja.is Akureyri Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem nýr veitingastaður er opnaður á Akureyri, hvað þá í miðjum kórónuveirufaraldri, þegar almennt er verið að draga saman seglin á þessum markaði. Það stoppaði þó ekki veitingahjónin Inga Þór Arngrímsson og Nikolina Gracanin í að opna veitingastaðinn Mosa um helgina. Þau ætluðu sér í fyrstu aðeins að opna matarvagn, en bættu við veitingastað eftir óvænt símtal. Matarvagninn Mosi Streetfood var opnaður í byrjun mánaðar við Torfunefsbryggju, rétt hjá Menningarhúsinu Hofi. Í samtali við Veitingageirinn sagði Ingi að áherslan væri á svokallaðan „streetfood“ með „fine dining infusion“. Vatt hratt upp á sig Flestir myndu ef til vill láta sér nægja að byrja með matarvagninn en eftir óvænt símtal fyrir nokkrum vikum bættu þau við sig veitingastað, á Hótel Akureyri í miðbæ Akureyrar. „Þetta vatt rosalega hratt upp á sig. Við kaupum matarvagninn í febrúar og vorum að vinna í að koma honum í gang. Þegar allt var klárt og við ætluðum að opna hann og þá heyra þau í okkur frá Hótel Akureyri,“ segir Ingi Þór í samtali við Vísi. Var þetta óvænt símtal? „Alveg mjög, þetta var ekkert á prjónunum hjá okkur að opna stað. Þetta átti bara að vera lítill krúttlegur vagn sem endaði í 40 sæta veitingastað,“ segir Ingi Þór. Þau tóku sér smá stund til að hugsa málið en ákváðu að slá til þar sem hugmyndin um að reka veitingastað á hótelinu væri heillandi. Ingi Þór og Nikolina í matarvagninum.Mynd/Aðsend Ingi Þór og Nikolina kynntust þegar þau unnu saman á veitingastað. Dalvíkingurinn Ingi Þór er matreiðslumaður að mennt og aðspurður af hverju Akureyri hafi orðið fyrir valinu segir hann að þeim hafi einfaldlega vantað eitthvað að gera eftir að hafa komið heim úr ferðalögum í desember. En eins og fyrr segir var í fyrstu aðeins pælingin að opna matarvagn, enda ekki mikið um þá á Akureyri. „Ég bjó fyrir sunnan meðan ég var í náminu og ég smitaðist af þessu,“ segir Ingi Þór en á undanförnum árum hefur þar sprottið upp blómstrandi matarvagnamenning. Sú menning hefur ekki borist til Akureyrar. „Það er ekkert að frétta í þessum málum hérna á Akureyri,“ segir Ingi Þór og því var ákveðið að opna matarvagninn, og svo veitingastaðinn líka. Maturinn á boðstólnum kemur víða að. „Konseptið er mjög vítt, við ferðuðumst rosalgea mikið og við erum að taka rétti sem okkur fannst góðir. Við erum með rétt á seðli núna frá Serbíu, Marókko, Mexíkó,“ segir Ingi Þór og bætir við að viðtökurnar hafi verið rosalega góðar frá því að matarvagninn opnaði, og ekki síðri eftir að veitingastaðurinn opnaði um helgina. „Eina vesenið var að það var ekki nóg af sætum,“ segir Ingi Þór. Matarvagninn er rétt hjá Hofi.Mynd/Aðsend Það vekur óneitanlega athygli að veitingastaðurinn er að opna í miðjum heimsfaraldri. ferðamenn, sem eru stór hluti af viðskiptavinum veitingastaða Akureyrar eru fáir á svæðinu og veitingastaður og hótel eru frekar að draga saman seglin í rekstrinum, fremur en að bæta í. „Ég er búinn að heyra frá nokkuð mörgum að við séum þokkalega djörf,“ segir Ingi Þór og hlær. Blaðamanni heyrist á honum að hann sé hvergi banginn, markmiðið nú sé að stíla á heimamenn og aðra Íslendinga, ferðamennirnir komi bara þegar þeir koma. „Það eru allir orðnir þreyttir á að hanga heima,“ segir Ingi Þór og reiknar með því að heimamenn séu þyrstir í að prófa eitthvað nýtt. Veitingastaðurinn er staðsettur á Hótel Akureyri, skammt frá Samkomuhúsinu.Mynd/Ja.is
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira