Hlöðuþak losnaði og gróðurhús brotnaði í storminum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2020 13:03 Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru á þriðja tug vegna suðvestan stormsins sem geisaði fram eftir nóttu. Sveinn Arnarsson, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra og fyrrverandi blaðamaður, var frekar leiður þegar hann tók eftir því að eftirlætis tréð hans, myndarlegur heggur sem stóð fyrir utan húsið hans, hefði kubbast í sundur í storminum. Sveinn Arnarsson Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir. Akureyri Veður Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir.
Akureyri Veður Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira