Hlöðuþak losnaði og gróðurhús brotnaði í storminum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2020 13:03 Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru á þriðja tug vegna suðvestan stormsins sem geisaði fram eftir nóttu. Sveinn Arnarsson, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra og fyrrverandi blaðamaður, var frekar leiður þegar hann tók eftir því að eftirlætis tréð hans, myndarlegur heggur sem stóð fyrir utan húsið hans, hefði kubbast í sundur í storminum. Sveinn Arnarsson Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir. Akureyri Veður Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir.
Akureyri Veður Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Innlent Fleiri fréttir Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Sjá meira