Hlöðuþak losnaði og gróðurhús brotnaði í storminum fyrir norðan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. maí 2020 13:03 Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru á þriðja tug vegna suðvestan stormsins sem geisaði fram eftir nóttu. Sveinn Arnarsson, sérfræðingur hjá Ríkisskattstjóra og fyrrverandi blaðamaður, var frekar leiður þegar hann tók eftir því að eftirlætis tréð hans, myndarlegur heggur sem stóð fyrir utan húsið hans, hefði kubbast í sundur í storminum. Sveinn Arnarsson Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir. Akureyri Veður Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra sinnti á þriðja tug verkefna vegna suðvestan storms sem geisaði þar fram eftir nóttu. Þak losnaði af hlöðu, gróðurhús brotnaði og hátt í tíu trampólín voru á ferð og flugi í óveðrinu. Engin slys urðu á fólki en foktjón var umtalsvert. Gul veðurviðvörun var í gildi á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og á miðhálendinu í gær og í nótt vegna suðvestan storms sem geisaði. Verkefni lögreglunnar voru mýmörg vegna stormsins en kalla þurfti út björgunarsveitir auk þess sem aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð. Jóhannes Sigfússon er aðstoðaryfirlögruþjónn á Norðurlandi eystra. „Í gærkvöldi og upp úr klukkan níu þá má segja að hafi komið hvellur í þetta og þá fór ýmislegt af stað hjá okkur lauslegt. Ég renndi yfir dagbókina hjá okkur og þetta eru á þriðja tug verkefna sem lögregla sinnti. Við fengum líka til liðs við okkur björgunarsveit hér á Akureyri en ég veit að björgunarsveitir voru kallaðar út annars staðar á Tröllaskaganum, Ólafsfirði til dæmis.“ Hvers eðlis voru verkefnin? Það urðu ekki nein slys á fólki er það? „Nei, það liggur ekkert fyrir um nein slys á fólki en það fauk ýmislegt. Það er auðvitað sama gamla sagan með trampólínin þau fóru auðvitað af stað, þau eru komin upp víða í görðum. Hlöðuþak losnaði á sveitarbæ, þakplötur fóru, grindverk og einn ljósastaur fauk um koll, gróðurhús brotnaði, strætisvagnaskýli skemmdist. Hjólhúsi fór af stað, fjarskiptamastur og mótaplötur á byggingasvæðum. Gluggi fauk upp í íbúðarhúsi og klifurkastali fauk af stað þannig að þetta var svona sitt lítið af hverju sem fylgdi vindinum,“ segir Jóhannes sem minnir íbúa á mikilvægi þess að tryggja lausamuni þegar Veðurstofa Íslands gefur út viðvaranir.
Akureyri Veður Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira