Fjöldi áhorfenda truflaði baráttuna við eldinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:54 Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“ Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Slökkviliðið á Akureyri afhenti lögreglu brunavettvang til rannsóknar í morgun eftir að hafa vaktað íbúðarhús í alla nótt en það stóð í ljósum logum í gærkvöldi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en von er á rannsakendum frá Reykjavík nú síðdegis. Vegfarendur sem áttu leið hjá Hafnarstræti á Akureyri laust eftir klukkan sjö í gærkvöldi hringdu strax í slökkviliðið þegar þeir komu auga á reyk sem lagði frá íbúðarhúsi í götunni. Voru fljótir að finna mann sem lá meðvitundarlaus á miðhæðinni Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að strax í upphafi hafi honum verið ljóst að um alvarlegt útkall væri að ræða en hann ákvað að kalla út allt tiltækt lið auk frívakta. Grunur vaknaði í upphafi að maður væri í húsinu á miðhæðinni. „Reykkafarar fóru inn með slöngu og froðu og leituðu eftir okkar aðferðum. Þeir voru með hitamyndavélar sem notaðar eru til að leita að fólki en hann [maðurinn sem lá meðvitundarlaus á miðhæð hússins] var rétt innan við hurðina þannig að við vorum mjög fljótir að finna hann.“ Í hvernig ástandi var maðurinn þegar þið komuð að honum? „Hann var alveg meðvitundarlaus og ekki mikið lífsmark með honum.“ Maðurinn var þegar í stað fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem hlúð var að honum í tvær klukkustundir. Þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi suður. Á þessari stundu er ekki vitað um líðan mannsins. Líklegt að rífa þurfi húsið Það tók slökkviliðið tæpar fimm klukkustundir að ná tökum á aðstæðum. Húsið er á meðal elstu húsa bæjarins en það er afar illa farið eftir brunann og líklegt að það sé ónýtt. „Við hættum í raun og veru ekki slökkvistarfi fyrr en rétt um miðnætti þegar hætti að rjúka úr rústunum og við gátum hætt að sprauta vatni. Það var þó ekki fyrr en við vorum búin að hreinsa allt þak af húsinu og nánast alla efstu hæðina af sem við náðum að slökkva þannig í húsinu að hætti að rjúka úr því.“ Húsið, sem er eitt af elstu húsum bæjarins, var mjög illa farið eftir brunann og þykir líklegt að þurfi að rífa það.Vísir/Tryggvi Páll Fólkið sem fylgdist með brunanum torveldaði slökkvistarfi Mikill hópur fólks kom saman í grennd við vettvanginn til að fylgjast með störfum slökkviliðsins en það torveldaði slökkvistarfi. „Sem olli því að við áttum orðið erfitt með að komast að vettvangi með birgðir, loftkúta og aðföng fyrir reykkafara og slökkviliðsmenn sem voru að störfum. Þetta var farið að valda okkur töluverðum vandræðum. Við búum ekki yfir óþrjótandi mannskap, hvorki í lögreglunni né slökkviliðinu. Það er nóg að gera og það hjálpar ekki að við þurfum að vera með marga til að halda fólki í skefjum.“ Ólafur vill minna alla á mikilvægi brunavarna eins og reykskynjara og slökkvitæki. „Sérstaklega reykskynjarana því þeir veita fólki tækifæri til að komast út í tæka tíð. Það á ekki að leggja sig í hættu við að bjarga húsum. Það má alltaf byggja nýtt hús en fólk verður ekki bætt.“
Slökkvilið Akureyri Tengdar fréttir Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21 Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur Lögregla og slökkvilið á Akureyri vakta enn vettvang brunans við Hafnarstræti 37 á Akureyri. 20. maí 2020 07:21
Einn í alvarlegu ástandi eftir bruna á Akureyri Allt tiltækt slökkvilið Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í þriggja hæða íbúðarhúsi. 19. maí 2020 20:35