Strandsvæðaskipulag nauðsynlegt fyrsta skref Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2020 12:30 Fiskeldi í sjó er umdeilt. Vísir/ Einar Árnason Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk. Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Formaður bæjarstjórnar Akureyrar vill að unnið verði strandsvæðaskipulag fyrir Eyjafjörð, áður en ákveðið verður hvort friða eigi fjörðinn fyrir fiskeldi í sjó. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að á bæjarstjórnin á Akureyri samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við sjávarútvegsráðherra að friða Eyjafjörð fyrir fiskeldi í sjó. Fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði með minnihlutanum og var tillagan því samþykkt. Fulltrúar L-listans og Framsóknarflokksins, sem eru í meirihluta ásamt Samfylkingunni, vilja hins vegar ekki slá fiskeldi í sjó út af borðinu strax. „Fiskeldi verður væntanlega stór og mikilvæg atvinnugrein hér á landi. Ég vil svona fyrir okkar hönd ekki segja nei, ég vil skoða málin frekar og afla okkur frekari upplýsinga og gagna,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti L-listans. Þess í stað lögðu fulltrúar flokkanna tveggja fram tillögu um að skorað yrði á stjórnvöld að hefja vinnu við strandsvæðiskipulag fyrir allan fjörðinn, í samráði við sveitarfélögin á svæðinu. „Það er nauðsynlegt fyrsta skref með aðkomu allra sveitarfélaganna, þannig að við séum að sjá fyrir okkur hvernig eigi að byggja upp atvinnuveginn við fjörðinn,“ segir Halla Björk. Akureyri er fjölmennasta sveitarfélagið við Eyjafjörð en þó ekki það eina, og því segir Halla að mikilvægt sé að hafa önnur sveitarfélög með í ráðunum. „Við erum sannarlega ekki Akureyringar að fara að setja fiskeldi við bæinn hjá okkur, þetta snýr að hinum sveitarfélögunum, og í því ljósi er mikilvægt að við séum einmitt í þéttu samtali,“ segir Halla Björk.
Fiskeldi Akureyri Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Grýtubakkahreppur Hörgársveit Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira