
Þingeyjarsveit

Hægst hefur á landrisinu í Öskju
Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst.

Ráðuneytið skoðar niðurgreiðslu á Húsavíkurflugi
Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012.

Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit
Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri.

Munaðarlausir Þingeyingar
Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg.

Engar sjáanlegar breytingar á jarðhitavirkni
Engar sjáanlegar breytingar hafa orðið á jarðhitavirkni í kringum Öskju og Víti. Hópur vísindamanna fór að Öskju að rannsaka aðstæður og unnið verður úr gögnum næstu daga.

Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina.

Hugsanlega á leiðinni inn í annað gos
Vatnshiti í Víti við Öskjuvatn var í gær níu gráðum hærri en hann hefur mælst í sumar. Kvika hefur verið að safnast undir yfirborðinu og hugsanlegt er að gjósi þar bráðlega.

„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“
Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi.

Hestar festust á ótrúlegan hátt saman á hófunum
Hestamannafélagið Skagfirðingur fór í fimm daga ferð um Þingeyjarsveit. Það var mikill hasar í ferðinni og duttu nokkrir knapar af baki. Annan daginn áttu sér stað undur og stórmerki þegar tveir hestar festust saman á hófunum.

Hvimleitt vandamál í sundlauginni á Laugum: „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“
Loka þurfti sundlauginni á Laugum í Þingeyjarsveit í dag og í gær sökum þess hve mikill andaskítur var í lauginni. Magnús Már Þorvaldsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum segir að óhætt sé að halda því fram að um hvimleitt vandamál sé að ræða.

Íslendingar kvarti en ferðamönnum sé nokkuð sama
Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar.

Hollenskir túristar gapandi hissa á snjókomu í júlí
Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín.

Fylgdu eftir hnúfubak sem var flæktur í veiðarfæri
Björgunarsveitarfólki frá Húsavík, hvalaskoðunarfyrirtæki og hvalasérfræðingar lögðust á eitt um að fylgja eftir hnúfubaki sem var flæktur í veiðarfæri í Skjálfanda um helgina. Eftir marga klukkutíma vöktun og eftirför virtist hvalurinn hafa losnað við bandið.

Land heldur áfram að rísa í Öskju
Landris heldur áfram í Öskju á stöðugum hraða líkt og verið hefur síðan í lok september árið 2021. Þetta sýna nýjustu aflögunarmælingar Veðurstofu Íslands en engar vísbendingar eru um aukna virkni umfram það.

Björgunarsveitarmenn lánuðu konum jakkana sína
Björgunarsveitarfólk frá Stefáni í Mývatnssveit kom hópi ferðamanna til aðstoðar á Hlíðarfjalli í gærkvöldi. Fólkið hafði villst út af hefðbundinni gönguleið og komið sér í sjálfheldu undir klettabelti. Nokkurn tíma tók að koma fólkinu niður fjallið og björgunarsveitarmenn voru svo almennilegir að lána tveimur konum úr hópnum jakkana sína, enda var þeim farið að kólna talsvert.

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi
Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Frábær opnun í Laxárdalnum
Laxárdalurinn hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og er nú að verða eitt af vinsælli urriðasvæðum landsins.

Hellinum verður haldið lokuðum næstu sex mánuði
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að halda nýfundna hellinum í Mývatnssveit lokuðum í sex mánuði til viðbótar. Útfellingar í hellinum eru einsdæmi á Íslandi og teljast afar sjaldgæfar í hraunhellum á heimsvísu.

Halda hellinum áfram lokuðum
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski.

Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit
Það stendur mikið til í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit í komandi viku því á þriðjudaginn verður haldið Umhverfis-og lýðheilsuþing og þá er von á ellefu erlendum gestum í heimsókn vegna Erasmus verkefnis, sem skólinn tekur þátt í.

Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist.

Öflugur skjálfti við Herðubreið
Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í um fjögurra kílómetra fjarlægð norð-norð-austur af Herðubreið klukkan 20:20 í kvöld.

Kristín Sif og Stebbi Jak búin að velja dagsetningu
Útvarpskonan Kristín Sif Björgvinsdóttir og tónlistarmaðurinn Stefán Jakobsson hafa valið dagsetningu fyrir brúðkaup sitt. Það verður haldið í Mývatnssveit þar sem Stefán býr.

Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega
Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir.

Ragnheiður Jóna tekur við sveitarstjórastöðunni
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samið við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra Húnaþings vestra, um að taka að sér starf sveitarstjóra Þingeyjarsveitar út kjörtímabilið.

Skjálfti af stærð 4,8 í Bárðarbungu
Jarðskjálfti af stærð 4,8 mældist í Bárðarbungu klukkan 8:41 í morgun. Nokkrir eftirskjálfatar hafa mælst síðan þá. Undanfarin ár hafa mælst nokkrir skjálftar af svipaðri stærðargráðu á svæðinu.

Engin skýr merki um vendingar í Öskju
Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum.

„Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“
Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu.

Flugu yfir íslitla Öskju
Nýjar myndir af Öskju sýna að helmingur Öskjuvatns er íslaus, sem er afar óvenjulegt miðað við árstíma. Flogið var yfir eldstöðina í dag til að meta stöðuna, myndir teknar og baujur með hitamælum settar út í.

Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör
Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum.