„Sérlega sérstakur“ hellir í Mývatnssveit áfram lokaður Jón Þór Stefánsson skrifar 18. apríl 2024 12:50 Hellirinn fannst fyrir rúmu ári síðan Umhverfisstofnun Hellir sem fannst í Mývatnssveit snemma árs í fyrra verður áfram lokaður, eða í sex mánuði til viðbótar til nítjánda október næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar, en hún tekur ákvörðunina um þetta. Þar segir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi staðfest ákvörðunina. „Þörf er á lengri tíma til að vinna að og leita varanlegra lausna sem snúa að verndun hellisins og telur Umhverfisstofnun því nauðsynlegt að hellirinn verði áfram lokaður,“ segir í tilkynningunni. Hellirinn er sagður sérlega sérstakurUmhverfisstofnun Fram kemur að samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila þegar ljóst var að þörf væri á framlengingu lokunarinnar. Meðan á lokuninni stendur getur stofnunin veitt leyfi fyrir ferðum sem tengjast könnun hellisins og rannsóknum á honum, en fullyrt er að öll önnur umferð verði óheimil. Þá segir stofnuninni sé heimilt að opna svæðið fyrr ef ástandið sé metið þannig að ekki sé lengur talin hætta á skemmdum. Hellirinn verður lokaður þangað til í október.Umhverfisstofnun Þá segir að Umhverfisstofnun muni, á meðan lokunin er í gildi, hefja vinnu við friðlýsingu hellisins til að tryggja verndun útfellinga í honum til frambúðar. Útfellingar eru útskýrðar á vef Umhverfisstofnunar, en þar er tekið fram að hellirinn sé mjög sérstakur. „Jarðhitaútfellingar sem fundust í hellinum eru einsdæmi á Íslandi. Við greiningu kom í ljós að um er að ræða útfellingar kalsíumkarbónats (CaCO3) sem telst afar sjaldgæft í hraunhellum á heimsvísu. Það sem gerir þennan helli sérlega sérstakan er að útfellingarnar hafa þarna fallið úr jarðhita, en á heimsvísu myndast sambærilegar útfellingar í grunnvatni sem drýpur úr lofti. Útfellingarnar dreifast um allan hellinn og hafa þar vaxið helst á gólfi og veggjum hans. Hellirinn er í hrauni sem talið er vera um 8000 ára gamalt og var hann einangraður frá yfirborði jarðar í árþúsundir. Viðvarandi jarðhiti í hellinum skapaði heitar og rakar aðstæður sem útfellingarnar mynduðust í. Útfellingarnarnar eru því jarðmyndanir sem teljast hafa mjög hátt verndargildi sökum sérstöðu og fágætis og markmiðið með lokuninni er því að tryggja að jarðmyndanirnar í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski.“ Umhverfismál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47 Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar, en hún tekur ákvörðunina um þetta. Þar segir að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi staðfest ákvörðunina. „Þörf er á lengri tíma til að vinna að og leita varanlegra lausna sem snúa að verndun hellisins og telur Umhverfisstofnun því nauðsynlegt að hellirinn verði áfram lokaður,“ segir í tilkynningunni. Hellirinn er sagður sérlega sérstakurUmhverfisstofnun Fram kemur að samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila þegar ljóst var að þörf væri á framlengingu lokunarinnar. Meðan á lokuninni stendur getur stofnunin veitt leyfi fyrir ferðum sem tengjast könnun hellisins og rannsóknum á honum, en fullyrt er að öll önnur umferð verði óheimil. Þá segir stofnuninni sé heimilt að opna svæðið fyrr ef ástandið sé metið þannig að ekki sé lengur talin hætta á skemmdum. Hellirinn verður lokaður þangað til í október.Umhverfisstofnun Þá segir að Umhverfisstofnun muni, á meðan lokunin er í gildi, hefja vinnu við friðlýsingu hellisins til að tryggja verndun útfellinga í honum til frambúðar. Útfellingar eru útskýrðar á vef Umhverfisstofnunar, en þar er tekið fram að hellirinn sé mjög sérstakur. „Jarðhitaútfellingar sem fundust í hellinum eru einsdæmi á Íslandi. Við greiningu kom í ljós að um er að ræða útfellingar kalsíumkarbónats (CaCO3) sem telst afar sjaldgæft í hraunhellum á heimsvísu. Það sem gerir þennan helli sérlega sérstakan er að útfellingarnar hafa þarna fallið úr jarðhita, en á heimsvísu myndast sambærilegar útfellingar í grunnvatni sem drýpur úr lofti. Útfellingarnar dreifast um allan hellinn og hafa þar vaxið helst á gólfi og veggjum hans. Hellirinn er í hrauni sem talið er vera um 8000 ára gamalt og var hann einangraður frá yfirborði jarðar í árþúsundir. Viðvarandi jarðhiti í hellinum skapaði heitar og rakar aðstæður sem útfellingarnar mynduðust í. Útfellingarnarnar eru því jarðmyndanir sem teljast hafa mjög hátt verndargildi sökum sérstöðu og fágætis og markmiðið með lokuninni er því að tryggja að jarðmyndanirnar í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski.“
Umhverfismál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47 Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Halda hellinum áfram lokuðum Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit á ný. Markmiðið með lokuninni er að tryggja að jarðmyndanir í hellinum verði ekki fyrir óafturkræfu raski. 5. apríl 2023 13:47
Loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka nýfundnum helli við Jarðböðin í Mývatnssveit í tvær vikur í ljósi fágætra og viðkvæmra jarðhitaútfellinga sem þar hafa fundist. 14. mars 2023 11:16