Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:06 Leitað hefur verið að manninum frá því í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Banaslys í Fnjóská Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Banaslys í Fnjóská Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08
Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56
Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49
Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13