Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:06 Leitað hefur verið að manninum frá því í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Banaslys í Fnjóská Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Banaslys í Fnjóská Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08
Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56
Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49
Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda