Sérfræðingar í straumvatnsleit aðstoða við leit í Fnjóská Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:06 Leitað hefur verið að manninum frá því í gærkvöldi. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Enn stendur yfir leit á vettvangi við Fnjóská vestast í Dalsmynni að manninum sem féll í ána í gærkvöldi. Þegar maðurinn hvarf ofan í ána hafði hann verið við hana með þremur félögum sínum. Að leitinni koma nú sérfræðingar í straumvatnsleit og búnaði. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að leitað sé á fyrir fram skipulögðum, afmörkuðum stöðum og svæðum.Aðstæður eru sagðar afar erfiðar á vettvangi. Áin er mjög lituð og leitarsvæðið víðfeðmt þegar í ósa árinnar er komið. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir aðstæður svo erfiðar að ekki sé hægt að senda kafara í ána. En straumvatnssérfræðingar úr bænum og að norðan leiti ofan í ánni. Um 200 björgunarsveitarmenn leita Hann segir að um 200 björgunarsveitarmenn hafi komið að leitinni frá því í gær. Um klukkan eitt í nótt var hluti hópsins sendur heim í hvíld en svo aftur bætt í morgun í leit og boðað út frá fleiri svæðum. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir voru að gera á svæðinu eða hvernig hann féll ofan í. Þar sem maðurinn féll ofan í eru um tuttugu kílómetrar í næstu byggð, Grenivík. „Áin er köld og mjög lituð. Það eru miklar leysingar. Hún rennur rétt fyrir neðan þar sem hann fór úti í gljúfri. Okkar fólk þarf að hafa öryggi númer eitt, tvö og þrjú og það fer fram á þessa brún nema í línu. Þetta er seingert og svo fyrir neðan breiðir áin úr sér um talsvert víðan völl.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Lögreglumál Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08 Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56 Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49 Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Sjá meira
Leitin ekki borið árangur í nótt Leit að karlmanni um tvítugt sem féll í Fnjóská hefur enn ekki borið árangur. Leitað hefur verið að manninum síðan um klukkan 18.30 í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að viðbragðsaðilar hafi verið við leit að manninum í nótt og að leitin hafi ekki borið árangur. Þegar maðurinn hvarf ofan í ánna var hann með þremur félögum sínum. 31. maí 2024 07:08
Leitin hefur enn ekki borið árangur Maðurinn sem féll í Fnjóská er enn ekki fundinn eftir umfangsmikla leit viðbragðsaðila í kvöld. Leitin mun þó halda áfram inn í nóttina og þá er verið að skipuleggja frekari leit í fyrramálið. 30. maí 2024 23:56
Leita enn mannsins sem er um tvítugt Viðbragðsaðilar leita enn mannsins sem féll í Fnjóská í kvöld. Maðurinn, sem er karl um tvítugt, var þar með þremur félögum sínum. 30. maí 2024 21:49
Leita einstaklings sem féll í Fnjóská Leit stendur yfir af einstaklingi sem féll í Fnjóská í Fnjóskárdal á Norðurlandi. 30. maí 2024 20:13