Sársvekktur að hafa ekki getað kosið í Mývatnssveit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 18:03 Ekkert atkvæði frá Helga Þorleifi Þórhallssyni verður í kjörkassa þegar talið verður í kvöld, í nótt og mögulega í fyrramálið. Það var mikið svekkelsi þegar Helgi Þorleifur Þórhallsson, nemi í fatahönnun við Háskóla Íslands, mætti á kjörstað í Mývatnssveit. Ástæðan var sú að hann fékk ekki að greiða atkvæði. Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag. Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Helgi sendi fréttastofu skeyti í hádeginu þar sem útskýrði stöðuna sem upp hefði komið og honum þætti sannarlega fréttnæm. Þannig að er Helgi Þorleifur er við nám í Reykjavík en starfar í sinni heimasveit á sumrin. Þegar námsönninni við Listaháskólanum lauk þann 10. maí flutti hann aftur norður í land í foreldrahús og tilkynnti breytingu á lögheimili til Þjóðskrár nokkrum dögum síðar. Fram kemur á vef Þjóðskrár að breytingar á lögheimili fyrir kosningar þurfi að eiga sér stað í síðasta lagi þann 24. apríl. Annars sé miðað við lögheimilisskráningu fyrir þann dag. Helga finnst þetta ekki nógu skýrt. „Hvergi á netinu er hæglega hægt að finna þær upplýsingar að ég væri með kjörstað minn ennþá í Reykjavík fyrst ég flutti lögheimilið „of seint“. Einnig er það ekki almenn vitneskja að ekki væri hægt að koma því einhvern vegin í gegn að kjósa í mínu núverandi kjördæmi,“ segir Helgi Þorleifur. Hann lýsir því að kjörstjórn hafi verið afslöppuð þegar hann mætti og nafnið hans var ekki að finna á lista kjósenda. Kannski yrði hægt að finna út úr því. „Þetta eru ekki sveitastjórnakosningar eða alþingiskosningar eftir alltsaman - hvert atkvæði sama í hvaða kjördæmi þú ert, gildir jafnt og hefur ekki áhrif á ákveðið fólk í framboði,“ segir Helgi Þorleifur. Hann hafi farið afsíðir með formanni kjörstjórnar, setið við hlið hans meðan hann hringdi símtal eftir símtal til að fá svör. Að lokum var niðurstaðan sú að hann gæti ekki kosið í Mývatnssveit. „Ég hefði þurft að kæra breytingu á kjörseðli eftir fluttning lögheimilisins til að mega kjósa í kjördæminu mínu. Hann sagði mér einnig að áður fyrr hefði mátt uppfæra kjörseðilinn þannig að ég gæti kosið og að þetta væri í fyrsta skipti sem það væri ekki hægt.“ Formaður kjörstjórnar hafi sjálfur komið af fjöllum og virkað miður sín að geta ekki hjálpað Helga. „Þó hann hafi verið mjög hjálpsamur og gert allt sem hann gat. Það að sjálf kjörstjórnin hafi ekki vitað af slíkri reglu sem er svo ströng er ótrúlegt fyrir mér - það virðist ekki vera nein almenn vitneskja um þetta.“ Möguleikinn á að kjósa hafi þó enn verið til staðar. En þá hefði Helgi þurft að fara til Akureyrar eða Húsavíkur, kjósa þar, koma atkvæði sínu suður með flugvél með tilheyrandi kostnaði. Svo hefði einhver þurft að fara með atkvæði hans af Reykjavíkurflugvelli á viðeigandi kjörstað fyrir klukkan tíu í kvöld. „En það er of mikið vesen, sérstaklega af því núna er ég mættur í vinnuna þar sem ég verð fram á kvöld og er að skrifa þennan póst á skrifborðinu þar,“ sagði Helgi Þorleifur í hádeginu í dag.
Forsetakosningar 2024 Þingeyjarsveit Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira