Kvika undir Öskju heldur áfram að þrýsta sér upp Kristján Már Unnarsson skrifar 26. mars 2024 22:22 Askja og Öskjuvatn. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2 Eldstöðin Askja sýnir merki um að hún sé að búa sig undir gos. Þar varð skjálftahrina í gær og Veðurstofan sendi í dag frá sér tilkynningu um að landris haldi þar áfram. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Öskju en hún er ein mesta eldstöð landsins. Þegar slíkar hræringar greinast í henni eins og núna er eins gott að vera á varðbergi. Horft frá Öskju til suðurs í átt að Holuhrauni og Vatnajökli. Kverkfjöll fjær til vinstri og Dyngjujökull til hægri.RAX Askja sýndi það árið 1875, fyrir nærri 150 árum, hvað hún getur gert mikinn óskunda. Þá varð þar öflugt sprengigos með svo miklu öskufalli að fjöldi bæja á Austurlandi fór í eyði. Er það gos talið stærsti orsakavaldurinn fyrir því að þúsundir Íslendinga fluttu til Vesturheims. En Askja á líka til mildari gos eins og árið 1961, þegar síðast gaus þar. Þá varð þar hefðbundið hraungos sem stóð yfir í 5-6 vikur og olli engum skaða. Gígurinn Víti við Öskjuvatn myndaðist í sprengigosinu öfluga árið 1875.RAX Askja er megineldstöð og lengst inni í óbyggðum norðan Vatnajökuls. Og hún er sérlega vel vöktuð. Skjálftahrinan í gær varð í norðvesturhluta Öskju með stærsta skjálfta upp á þrjú og hálft stig. Veðurstofan sendi svo frá sér í dag gröf sem sýna hreyfingar á landinu sem mælast þar á gps-stöð, hreyfingar sem vísindamenn telja stafa af vaxandi kvikuþrýstingi. Eitt grafið sýnir færslu til norðurs frá því haustið 2021. Hún var sérstaklega mikil í fyrrasumar en svo datt hún niður í haust. En núna er hún byrjuð aftur. Annað graf sýnir svo færslur á landi til austurs á þessu sama tímabili. Séð yfir hluta Öskjuvatns. RAX En svo er það grafið sem sýnir landrisið. Þarna hefur landið verið að rísa undanfarin tvö ár, landrisið var raunar svo mikið síðastliðið sumar að Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vildi banna fólki að fara í Öskju. Það hægði svo á landrisinu síðastliðið haust en núna segir Veðurstofan að það sé byrjað aftur. Og núna er stóra spurningin: Hvað þarf þessi þrýstingur að byggjast mikið upp áður en þarna brýst upp eldgos? Svo gæti þetta auðvitað hjaðnað niður aftur. Veðurstofan segir að mælingar næstu daga og vikur á aflögun muni leiða það í ljós hvort hraði aflögunarinnar hafi aukist aftur. Áfram verði fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Almannavarnir Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33 Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55 „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15 „Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Öskju en hún er ein mesta eldstöð landsins. Þegar slíkar hræringar greinast í henni eins og núna er eins gott að vera á varðbergi. Horft frá Öskju til suðurs í átt að Holuhrauni og Vatnajökli. Kverkfjöll fjær til vinstri og Dyngjujökull til hægri.RAX Askja sýndi það árið 1875, fyrir nærri 150 árum, hvað hún getur gert mikinn óskunda. Þá varð þar öflugt sprengigos með svo miklu öskufalli að fjöldi bæja á Austurlandi fór í eyði. Er það gos talið stærsti orsakavaldurinn fyrir því að þúsundir Íslendinga fluttu til Vesturheims. En Askja á líka til mildari gos eins og árið 1961, þegar síðast gaus þar. Þá varð þar hefðbundið hraungos sem stóð yfir í 5-6 vikur og olli engum skaða. Gígurinn Víti við Öskjuvatn myndaðist í sprengigosinu öfluga árið 1875.RAX Askja er megineldstöð og lengst inni í óbyggðum norðan Vatnajökuls. Og hún er sérlega vel vöktuð. Skjálftahrinan í gær varð í norðvesturhluta Öskju með stærsta skjálfta upp á þrjú og hálft stig. Veðurstofan sendi svo frá sér í dag gröf sem sýna hreyfingar á landinu sem mælast þar á gps-stöð, hreyfingar sem vísindamenn telja stafa af vaxandi kvikuþrýstingi. Eitt grafið sýnir færslu til norðurs frá því haustið 2021. Hún var sérstaklega mikil í fyrrasumar en svo datt hún niður í haust. En núna er hún byrjuð aftur. Annað graf sýnir svo færslur á landi til austurs á þessu sama tímabili. Séð yfir hluta Öskjuvatns. RAX En svo er það grafið sem sýnir landrisið. Þarna hefur landið verið að rísa undanfarin tvö ár, landrisið var raunar svo mikið síðastliðið sumar að Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur vildi banna fólki að fara í Öskju. Það hægði svo á landrisinu síðastliðið haust en núna segir Veðurstofan að það sé byrjað aftur. Og núna er stóra spurningin: Hvað þarf þessi þrýstingur að byggjast mikið upp áður en þarna brýst upp eldgos? Svo gæti þetta auðvitað hjaðnað niður aftur. Veðurstofan segir að mælingar næstu daga og vikur á aflögun muni leiða það í ljós hvort hraði aflögunarinnar hafi aukist aftur. Áfram verði fylgst náið með þróun mælinga á svæðinu. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Askja Eldgos og jarðhræringar Vísindi Almannavarnir Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53 Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33 Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55 „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15 „Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Jarðskjálftahrina í Öskju í gær Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá því klukkan átta um morguninn og til hádegis. Sá stærsti sem mældist var 3,5 að stærð og var á um fimm kílómetra dýpi. Þrír skjálftar mældust frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. 26. mars 2024 14:53
Hægst hefur á landrisinu í Öskju Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst. 3. október 2023 16:33
Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. 17. ágúst 2023 10:55
„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. 14. ágúst 2023 17:15
„Engin spurning um það að þetta endar í eldgosi“ Stór hluti Öskjuvatns er nú íslaus en líkleg skýring er jarðhitaaukning. Dósent í jarðvísindum segir þetta gerast hraðar og fyrr en áður sem sé óvenjulegt. Eldfjallafræðingur telur ljóst að þetta endi með að Askja muni gjósa en mögulega verði um að ræða kröftugt sprengigos líkt og varð fyrir tæpum 150 árum. Mælingar sýni að mikið magn kviku sé undir fjallinu. 17. febrúar 2023 14:00