Garðabær

Fréttamynd

Allt morandi í dular­fullum froskum í Garða­bæ

„Það er allt morandi í villtum froskum í garðinum mínum,“ segir Askur Hrafn Hannesson, íbúi í Garðabæ. Hann og fjölskylda hans urðu fyrst vör við froskana árið 2017, en síðan hafa þeir stækkað umtalsvert.

Innlent
Fréttamynd

„Hvernig getur sama fólk snúist svona í skoðunum sínum?“

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir flokkinn vera veikari án Þorbjargar Þorvaldsdóttur, bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem tilkynnti fyrr í dag að hún væri hætt í Samfylkingunni. Það segir hún í færslu á Facebook þar sem hún beinir jafnframt spjótum sínum að Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Odd­viti Garðarbæjarlistans hættir í Sam­fylkingunni

Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi í Garðarbæ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni vegna áherslu flokksins í útlendingamálum. Kornið sem virðist hafa fyllt mælinn hjá Þorbjörgu var að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi setið hjá þegar kosið var um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Þór selur Arnarneshöllina

Arnar Þór Jónsson fyrrverandi forsetaframbjóðandi og héraðsdómari hefur sett 400 fermetra einbýli á Arnarnesi á sölu. „Eitt fallegasta einbýlishús landsins“, segir í lýsingu fasteignasalans.

Lífið
Fréttamynd

Vill úr­bætur sem fyrst á Flóttamannaleið

Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Óttast um öryggi barna á leiðinni á golf­völlinn

Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Andrea Róberts keypti ein­býli sem þarfnast ástar

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, og eiginmaður hennar Jón Þór Eyþórs­son fram­kvæmda­stjóri hafa fest kaup á ein­býl­is­húsi við Dalsbyggð 15 í Garðabæ. Hjónin greiddu 141 milljónir fyrir húsið.

Lífið
Fréttamynd

Kennari hljóp til þegar Sushi læstist inni eftir skóla­slit

Hinn víðfrægi köttur Sushi læstist inni í Garðaskóla eftir skólaslit um helgina. Kötturinn þurfti þó ekki að dúsa lengi í skólanum en kennari í skólanum var fljótur að hlaupa til og hleypa kettinum út eftir að íbúi í bæjarfélaginu vakti athygli á kettinum á Facebook. 

Lífið
Fréttamynd

Í­búar óttast nýtt hverfi og að ekki verði tekið til­lit til þeirra

Hópur íbúa í Garðabæ skoðar nú að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Arnarlandi í Garðabæ. Sigurður Hólmar Jóhannesson er hluti af þeim hópi. Hann mætti á fund bæjarstjórnar í dag, ásamt um þrettán öðrum, til að mótmæla samráðsleysi við íbúa. Hann segir íbúa ekki mótfallna uppbyggingu á svæðinu en þau telji að hún ætti að vera meira í takt við það sem fyrir er.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Lífið
Fréttamynd

Gummi Marteins selur glæsihús í Garða­bæ

Guðmund­ur Marteins­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Bón­us, og eig­in­kona hans Ingi­björg B. Hall­dórs­dótt­ir hafa sett einbýlishús sitt við Hjálmakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 380 fermetra hús sem var byggt árið 2008.

Lífið
Fréttamynd

Glæsi­legt rað­hús Maríu Paz til sölu

María Gomez lífstílsbloggari og eiginmaður hennar Ragnar Már Reynisson hafa sett raðhús sitt við Ásbúð í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1979. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan á vandaðan og smekklegan máta. Ásett verð er 163,7 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Bæjar­stjórn Garða­bæjar ætlar að reisa styttu af kettinum Sushi

Bæjarstjórn Garðabæjar ætlar að láta reisa styttu af frægasta ketti bæjarins, Sushi, sem mun því sem fréttastofa kemst næst brjóta blað í sögunni og verða fyrsti íslenski kötturinn sem fær reistan skúlptúr sér til heiðurs. Kötturinn er fastagestur í Hagkaup og sækir kennslustundir í Garðaskóla. 

Lífið
Fréttamynd

Eig­endur Sportvörur.is selja einbýlið í Garða­bæ

Hjónin og eigendur Sportvörur.is, Eyþór Ragnarsson og Sigríður Gunnarsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Markarflöt í Garðabæ á sölu. Um er að ræða vel skipulagt 220 fermetra hús á einni hæð. Ásett verð er 189,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Magnús Scheving og Hrefna glæsi­leg á opnun Sjá­lands

Fullt var út úr dyrum á opnunarkvöldi Sjálands í Garðabæ 2. maí síðastliðinn sem var hann hinn glæsilegasti. Skemmtikraftarnir Ari Eldjárn, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Birna Rún Eiriksdóttir komu fram og kítluðu hláturtaugar gesta. 

Lífið
Fréttamynd

Kaldavatnslaust á Arnar­nesi

Kaldavatnslögn fór í sundur við Haukanes á Arnarnesinu í Garðabæ um fjögurleytið í dag. Af þeirri ástæðu hefur verið lokað fyrir vatnið á svæðinu. Unnið er að viðgerð. 

Innlent